fbpx

Íslandsmótið í hópfimleikum í Laugardalshöll 6.apríl

Íslandsmótið í hópfimleikum verður haldið í Laugardalshöll á morgun fimmtudag 6.apríl og hefst mótið klukkan 17:20.  Miðasala er inná TIX.is en allir þurfa á miða að halda til að komast inn þó svo að það séu börn 12 ára og yngri sem fá frítt.  Til að forðast biðraðir á morgun í miðasölu er best að tryggja sér miða sem fyrst.  Gerpla mætir með þrjú lið til keppni. Kvennalið Gerplu, Blandað lið Gerplu og karlalið Gerplu. Við hvetjum alla sem geta að mæta í höllina og láta í sér heyra og horfa á hópfimleika eins og þeir gerast bestir.  ÁFRAM GERPLA!

 

Hér má sjá skipulag mótsins: Skipulag_ISLM_HOP_2017

You may also like...