fbpx

Íslandsleikar í Special Olympics

Um helgina samhliða þrepamóti 3, fóru fram Íslandsleikar Special Olympics hér í Gerplu, Versölum. Keppt var eftir reglum Special Olympics í bæði í kvenna og karlaflokki. Allir keppendur að þessu sinni koma frá Gerplu.

Keppt var í eftirfarandi flokkum og skiptust verðlaunin niður svona

Kvennaflokkur yngri

Bylgja Björt Axelsdóttir – Íslandsmeistari

Bylgja Björt keppti í level 1, þar sem hún kom sá og sigraði með stórglæsilegar æfingar. Bylgja á framtíðina fyrir sér og erum við spennt að fylgja henni alla leið á Special Olympics þegar hún hefur aldur til.

Kvennaflokkur eldri

Elva Björg Gunnarsdóttir – Íslandsmeistari
Katrín Ling Yu Þórbergsdóttir – 2. sæti

Elva Björg og Katrín kepptu í level 2, þar var gríðarlega mjótt á mununum hjá þeim stöllum og eingöngu munaði einu heilu stigi á milli þeirra þegar keppni lauk. Elva Björg reynsluboltinn okkar sigraði að lokum og varði Íslandsmeistaratitilinn sinn frá því í fyrra.

Karlaflokkur – þátttökuverðlaun – 8 ára og yngri

Arnúlfur Berk Melson

Eyjólfur Gunnlaugsson

Benedikt Ágústson

Eingöngu er keppt til þátttökuverðlauna hjá þeim sem eru yngri en 9 ára. Strákarnir stóðu sig virkilega vel á mótinu og eiga framtíðina fyrir sér.

Karlaflokkur yngri

Level 1

Nökkvi Óskarsson – 1. sæti

Jón Árni Örvarsson – 2. sæti
Hrafnkell Þórhallsson – 3. sæti

Glæsilegur árangur hjá strákunum, mjótt var á mununum og verður gaman að fylgjast með þeim á næstu árum bæta sig í greininni.

Level 1 – Bónus

Hilmir Sveinsson – Íslandsmeistari
Kristján Kári Daðason – 2. sæti
Viktor Skúli Ólafsson var því miður veikur á mótsdag og keppti því ekki.

Drengirnir kepptu í Level 1, með bónuskerfi, þar sem möguleiki er að framkvæma erfiðari æfingar.

Hilmir stóð uppi sem sigurvegari eftir hörku keppni. Frábær árangur hjá Hilmi sem hefur eingöngu æft fimleika hjá okkur í Gerplu í nokkra mánuði.

Karlaflokkur eldri
Flokkur – C
Ólafur Sturla Yngvason – 1. sæti
Hringur Úlfarsson – 2. sæti

Glæsilegur árangur hjá þeim félögum.

Level 1
Jóhann Fannar Kristjánsson – 1. sæti

Level 2
Birkir Eiðsson – Íslandsmeistari
Helgi Magnússon – 2. sæti

Level 3
Magnús Orri Arnarson – Íslandsmeistari
Tómas Örn Rúnarsson – 2. sæti

Virkilega glæsilegir fimleikamenn hér á ferð, reynsluboltar allir fimm. Hafa allir keppt á mótum Special Olympics erlendis, heimsleikum eða á Evrópuleikum. Það var hart barist hjá þeim í þrepunum sínum. Gaman að sjá framfarir hjá þeim á milli móta.

Við erum virkilega stolt af okkar keppendum, þjálfarateyminu þeirra og aðstoðarmönnum. Innilegar hamingjuóskir með glæsilegt mót.

Nú hefst undirbúningur hjá nokkrum þeirra fyrir Vinaleika sem haldnir verða í Osló, Noregi í nóvember.

Áfram Gerpla!

You may also like...