fbpx

Góður árangur Gerplufólks á RIG 2018

Reykjavik International Games (RIG) var haldið um helgina og var keppt í frjálsum æfingum í unglinga –og fullorðinsflokki. Mótið var haldið í Laugabóli, félagsheimili  Ármanns í Laugardal í umsjón Fimleikaráðs Reykjavíkur. Mótið var hið glæsilegasta og gekk mjög vel fyrir sig. Gerpla átti fjölmarga keppendur á mótinu í öllum flokkum. Keppendur stóðu sig virkilega vel og var gaman að sjá að margir keppendur voru að gera mikið af nýjum æfingum í keppni í fyrsta sinn og er þetta mót tilvalið í að reyna við nýjar æfingar og sjá hvað þarf að fínpússa fyrir aðalmótin á keppnistímabilinu, sem eru á næsta leiti. Virkilega flottur árangur hjá okkar fólki og ber helst að nefna að Martin Bjarni Guðmundsson varð í öðru sæti í fjölþraut í unglingaflokki, Agnes Suto-Tuuha varð í þriðja sæti í fjölþraut í fullorðinsflokki eftir virkilega harða keppni við Irinu Sazanovu Ármanni og Thelma Aðalsteinsdóttir kom svo á eftir þeim í því fjórða. Við áttum einnig marga verðlaunahafa á einstökum áhöldum og er gaman að segja frá því að Andrea Ingibjörg Orradóttir sem er að stíga upp úr erfiðum meiðslum sem hafa haldið henni frá keppni síðan í apríl í fyrra fékk bronsverðlaun á stökki. Virkilega flott hjá okkar keppendum og verður keppnistímabilið æsispennandi í ár.

You may also like...