fbpx

Gleðilegt nýtt ár og vorönn hefst

Um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða óskum við ykkur gleðilegs nýs árs og erum full tilhlökkunar 2020 þar sem viðburðaríkt fimleikaár gengur senn í garð. Meðal verkefna á komandi ári eru Norðurlandamót í áhaldafimleikum karla, kvenna og unglinga sem haldið verður í Gerplu í apríl. Íþróttaveisla Kópavogs verður haldin í júní, Eurogym fimleikahátíðin verður haldin í Reykjavík í júlí og svo bíðum við spennt eftir ólympíuleikum í júlí en það er ávalt mikil fimleikaveisla. Ekki má svo gleyma Evrópumótinu í hópfimleikum í október en við eigum alltaf fjöldan allan af þátttakendum á því skemmtilega móti. Þetta ásamt öllum hefðbundnu viðburðunum, landsliðsverkefnunum sem fjöldi Gerpluiðkenda taka þátt í bíða rétt handan við hornið og erum við spennt að takast á við þessi fjölbreyttu verkefni.

Ný önn hefst í keppnisdeildum félagsins það er í hópfimleikadeild og áhaldafimleikadeild strax föstudaginn 3.janúar. Almenna deildin og fimleikadeildin hefjast mánudaginn 6.janúar.

Saman erum við Gerpla! Gleðilegt ár!

You may also like...