fbpx

Góð þátttaka á foamflex námskeiði í Gerplu

Foreldraráð Gerplu stóð fyrir foam-flex námskeiði í vikunni fyrir iðkendur í keppnishópum Gerplu. Ákveðið var að hafa námskeiðið tvískipt fyrir yngri og eldri iðkendur og var þátttakan mjög góð bæði kvöldin. Valdís S. Sigurþórsdóttir einkaþjálfari og stofnandi foam-flex á Íslandi kenndi á námskeiðinu og létu krakkarnir vel af kennslunni. Rúllurnar sem eru notaðar í foamflex eru notaðar í síauknum mæli og nauðsynlegt að tileinka sér notkun þeirra samhliða hreyfingu.

Foam flex er sjálfnuddandi aðferð þar sem unnið er á vöðvum, bandvef og trigger- punktum. Til að útskýra áhrif foam flex þarf að hafa í huga hvert er hlutverk bandvefjar. Hlutverk bandvefjar er meðal annars að styðja við líffæri, vöðva og bein, veita vörn gegn hnjaski, mynda brautir fyrir æðar og taugar sem gerir okkur kleift að standa uppréttum o.fl. Þegar tog eða spenna myndast í bandvefnum, getur það haft áhrif á líkamann í heild og myndað skekkjur.

Við þökkum foreldraráði Gerplu fyrir frábært framtak. Meðfylgjandi eru myndir frá námskeiðinu.

 

You may also like...