fbpx

Fimleikaþjálfari óskast

Fimleikaþjálfari drengja óskast í Gerplu

Íþróttafélagið Gerpla auglýsir eftir þjálfara frá og með 23.ágúst 2021.

Við leitum að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingi/einstaklingum annars vegar til að þjálfa sex til átta ára drengi í grunnfimleikum og hinsvegar til að þjálfa stráka í áhaldafimleikum 6.þrep til 3.þrep.

Viðkomandi þarf að hafa ástríðu fyrir því að vinna með börnum, samviskusamur og með hreint sakarvottorð. Nauðsynlegt er að vera með þekkingu á fimleikum.  Um er að ræða hlutastarf en fullt starf er möguleiki.

Áhugsamir sendi umsókn með ferilskrá á gerpla@gerpla.is fyrir 3.ágúst 2021

Allar fyrirspurnir sendist einnig á gerpla@gerpla.is

Íþróttafélagið Gerpla er fjölmennasta fimleikafélag landsins. Þar starfar samhentur hópur starfsmanna og þar ríkir góður starfsandi.

You may also like...