fbpx

Glæsilegur árangur á Íslandsmótinu í þrepum

Íslandsmótið í þrepum var haldið í Ármannsheimilinu 1. og 2. apríl síðastliðinn.  Gerpla átti fjölda fulltrúa á mótinu í öllum þrepum.  Við eignuðumst nokkra íslandsmeistara og fjölda verðlauna og er upptalning á þeim hér fyrir neðan.

Í 1.þrepi karla sigraði Dagur Kári Ólafsson og hampaði íslandsmeistaratitli og Ágúst Ingi Davíðsson varð í 2.sæti. Í 1.þrepi kvenna varð Lísa Rut Línberg Ingvaldsdóttir í 4.sæti.

Í 2.þrepi stúlkna 12 ára og yngri varð Hera Lind Gunnarsdóttir íslandsmeistari og Hildur Maja Guðmundsdóttir í 2.sæti. Í 2.þrepi drengja varð Ívan Kári Ásgeirsson íslandsmeistari.

Í 3.þrepi stúlkna  11 ára og yngri varð hún Dagný Björt Axelsdóttir íslandsmeistari. Hanna María Petersdóttir varð í 2.sæti og Ingibjörg Ösp Gunnarsdóttir í því fjórða.  í 3.þrepi 13 ára og eldri varð Anna Kamilla Hlynsdóttir í 3.sæti og Karen Þrastardóttir í því fimmta.

4.þrepi stúlkna 10 ára varð Diljá Dís Sigtryggsdóttir í 5.sæti og í 4.þrepi 11 ára varð Sóley Jóhannsdóttir í 3.sæti.

Í 5.þrepi 10 ára varð Sandra Kristín Tandradóttir í 3.sæti.

Í flokki special Olympics sigraði Jóhann Fannar 4.þrep pilta og Magnús Orri frjálsar æfingar. Í kvennaflokki voru það Erla Björg og Elva Björg sem deildu sigrinum í 4.þrepi.

Glæsilegur árangur hjá keppendum Gerplu og óskum við þeim til hamingju með árangurinn.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af íslandsmeisturum Gerplu 2017 í þrepum.

 

  

Hera Lind 2.þrep stúlkna 12 ára og yngri       Dagur Kári Ólafsson 1.þrep

Elva Björg og Erla Björg      Dagný Björt Axelsdóttir 3.þrep     Jóhann Fannar 4.þrep special olympics

4.þrep special olympics        11 ára og  yngri

   

Ívan Dagur Ásgeirsso 2.þrep                             Magnús Orri frjálsar æfingar special olympics

 

You may also like...