fbpx

Gerplustúlkur áttu góðan dag á Norðurlandamótinu

Þær voru geislandi og kraftmiklar Gerplustelpurnar sem stigu á keppnisgóflið á Norðurlandamótinu um helgina. Þær byrjuðu mótið á gólfæfingum og voru þær vel samhæfðar og glæsilegar. Þær misstu erfiðleikagildi fyrir handstöðu sem kostaði liðið 1,0 stig en annað var óaðfinnanlegt. Næsta áhald var dýnustökk þar sem þær mættu með sjálfstraustið í botni og sýndu frábærar umferðir. Aðeins voru tvö föll af 18 stökkum og gátu þær vel við unað með framkvæmdareinkunn uppá 7,5. Næsta áhald var trampólín og nýttu þær greinilega orkuna sem kom frá stuðningsmönnum úr stúkunni sem stóðu allir á meðan þær framkvæmdu fullkomnar tvær umferðir á trampólíninu. Þriðja umferðin var yfir hestinn og urðu tvö föll í þeirri umferð en fengu þrátt fyrir það 7,85 í framkvæmdareinkunn sem er mjög vel gert.

Það sem stendur uppúr helginni hjá liðinu er samheldnin í þessum stóra hópi sem hefur æft saman af kappi frá sumrinu og hafa allar sem ein 30 talsins náð þessum árangri sem náðist á mótinu um helgina. Liðið varð fyrir því áfalli að missa einn liðsmann í meiðsli 5 dögum fyrir mótið og varð úr að hún gat ekki keppt með liðinu um helgina. Með þessa breidd sem liðið er komið með í dag var liðið snöggt að bregðast við næsta fimleikakona hoppaði inn og skilaði sínu með glæsibrag. Eftir dýnustökk var ljóst að önnur hafði meitt sig í ökkla og gat ekki gert trampólínstökk. Þá kom annar varamaður inn í upphitun á trampólíni og úr varð að hún keppti með eitt stökk. Gerplustúlkur geta gengið sáttar frá mótinu þó svo að niðurstaðan hafi verið 5 sæti þá er það samt fyrir ofan miðju og það var ekki langt í næstu lið. Með fullkomnum degi hefði mögulega verið hægt að næla í medalíu en þetta er bara eitt skref í löngu ferli með ungum og efnilegum fimleikakonum. Vert er að nefna að aldur liðsins er að meðaltali 20 ára og ljóst að þær eiga mörg ár eftir í íþróttinni.

Þetta mót setur tóninn fyrir tímabilið sem hefst með bikarmóti í lok febrúar og hlökkum við mikið til að fylgjast með hvað þær gera þar. Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við að gera þetta ferli og mótsdaginn að því sem raun bara vitni og styrktaraðilum sérstaklega vel fyrir stuðninginn.

Við óskum Gerplustúlkum, þjálfurum og aðstandendum innilega til hamingju með frábæran árangur!

Myndir: https://gerpla.smugmug.com/2023/NM-2023/
Úrslit: https://live.sporteventsystems.se/Score/WebScore/2782

You may also like...