fbpx

Frábær árangur á haustmótinu í hópfimleikum

Haustmót í hópfimleikum og stökkfimi var skipt niður á tvær helgar. Yngri iðkendur kepptu helgina
12.-13. Nóvember meðan þeir eldri kepptu helgina 19.-20. Nóvember.

Haustmót er notað í hópfimleikum til að skipta niður í deildir en fjöldi deilda fer eftir fjölda liða sem skrá sig til þátttöku en að hámarki eru 9 lið í hverri deild. Í stökkfimi er hins vegar ein deild og er keppt þar bæði í fjölþraut sem og úrslitum á einstökum áhöldum. Gerpla sendi til leiks 13 lið til þátttöku á haustmóti og hafa iðkendur verið að undirbúa sig allt haustið
fyrir mótin. Keppt var eftir nýjum dómarareglum hópfimleika sem og glænýjum íslenskum undanþágum fyrir yngri flokka. Því frumsýndu mörg okkar lið glænýjar gólfæfingar.

Haustmót I – 4. Flokkur, KKy og Stökkfimi yngri

Fyrri hluti haustmóts fór fram á Selfossi og sendi Gerpla sex lið úr 4. Flokki stúlkna þar af fjögur í
hópfimleika og tvö í stökkfimi yngri. Tvö lið frá okkur kepptu í KKy flokknum en það er
drengjaflokkur.
Liðin stóðu sig öll mjög vel og voru Gerplu til sóma. Úrslit urðu eftirfarandi:

4. flokkur hópfimleikum
Gerpla 1 : 37,865 stig – 1. Sæti
Gerpla 2 : 32,245 stig – 7. Sæti
Gerpla 3 : 29,510 stig – 14. Sæti
Gerpla 4 : 26,080 stig – 22. Sæti

Í hlutanum voru 27 lið skráð til leiks og því flokknum skipt upp í þrjár deildir. Gerpla á því tvö lið í A deild, eitt í B deild og eitt í C deild.

Stökkfimi Yngri
Gerpla Rauður : 27,400 stig – 4. Sæti
Gerpla Gulur : 25,900 stig – 5. Sæti
Líkt og áður segir eru veitt verðlaun í fjölþraut sem og einstökum áhöldum. Bæði lið nældu sér í verðlaunapening og Gerpla Gulur gerði sér lítið fyrir vann dýnustökkin á mótinu. Í flokknum kepptu 14 lið og árangurinn því flottur.

KKy – drengir
Gerpla Blár – 30,550 stig – 4. Sæti
Gerpla Rauður – 24,050 stig – 5. Sæti
Mikil framþróun hefur verið í drengja flokki hópfimleika og voru 7 lið skráð til þátttöku. Gerplu liðin frumsýndu nýjar gólfæfingar og stóðu sig vel á öllum áhöldum. Bæði lið munu keppa í A-deild á komandi keppnistímabili.

Haustmót II – 3.-2. Flokkur

Haustmót 2 fór fram fyrir austan á Egilsstöðum. Ferðin hófst því með flugferð austur og gistu hóparnir saman í grunnskólanum á Egilsstöðum. Í ferðinni var gert margt annað en að keppa í fimleikum og má þar nefna pizzapartý, æfing í fimleikasalnum, sundferð og margt annað skemmtilegt. Ferðin var skemmtileg í alla staði og voru Gerplu iðkendur félaginu til sóma innan sem utan vallar. Líkt og á fyrra haustmóti er mótið notað til að skipta liðunum í deildir og urðu úrslit eftirfarandi:

3. flokkur
Gerpla 1 : 40,570 stig – 3. sæti
Gerpla 2 : 39,695 stig – 5. Sæti
Gerpla 3 : 26,345 stig – 17. Sæti
19 lið voru skráð til þátttöku í 3. Flokki. Gerpla mun því eiga tvö lið í A deild og eitt í B deild á tímabilinu.

2. flokkur
Gerpla 1 : 44,920 stig – 3. Sæti
Gerpla 2 : 35,615 stig – 9. sæti
Bæði lið munu því eiga sæti í A deild á tímabilinu.

Flottur árangur í báðum flokkum og verður ekki annað sagt að keppendur hafi notið sín bæði á keppnisgólfinu sem og í ferðinni sjálfri.

Við óskum keppendum og þjálfurum innilega til hamingju með flott mót!

You may also like...