fbpx

Fimleikaveisla í Laugarbóli Ármanni um helgina

Reykjavíkurleikarnir fara fram í Laugarbóli – fimleikahúsi Ármenninga um helgina. Gerpla á nokkuð marga keppendur bæði í karla, kvenna, stúlkna og drengjaflokki en á mótinu verða einnig keppendur m.a. frá Rússlandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð og Wales.

Mótið átti upphaflega að vera í Laugardalshöll en sökum veðurs í gær var ekki hægt að flytja áhöldin á milli húsa. Þess vegna verður mótið keyrt áfram í Ármanni.

Það er óhætt að segja að keppnistímabilið sé að fara af stað með hvelli og hvetjum við allt áhugafólk um fimleika að fjölmenna á laugardaginn. Við óskum keppendum góðs gengis!

Hér má sjá dagskrá mótsins RIG 2018 – Schedule

Hér má sjá hópalista mótsins RIG 2018 – Grouplist

 

You may also like...