fbpx

Þrepamót 2

þrepamot

Laugardaginn 13.febúrar var þrepamót íslenska fimleikastigans haldið af Gerplu í Íþróttamiðstöðinni Versölum. Keppt var í 3 flokkum, 3. 2. og 1. þrepi íslenska fimleikastigans. 130 keppendur mættu til leiks í aldursflokkunum 11–17 ára. Fimleikastiginn er eins og nafnið gefur til kynna stigi eða þrep þar sem erfiðleikarnir hækka því ofar sem farið er í stiganum, efsta þrepið er 1. þrep. Á mótinu var samankomið allt efnilegasta fimleikafólk landsins í ungmennaflokki.

Í 1. þrepi karla 15 ára og yngri, sigraði Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu með 67,5 stig. Í 1. þrepi 16 ára og eldri sigraði Frosti Hlynsson einnig úr Gerplu með einkunnina 63,55.

Í 2. þrepi karla var Sverrir Hákonarsson hlutskarpastur með einkunnina 46,4 stig. Í 3.þrepi pilta var það Hafnfirðingurinn Aron Dagur Beck úr Björk sem sigraði með 82,869 stig. Keppnin var hörð í piltaflokki og ekki munaði miklu á efstu sætum í öllum flokkum.

Í 1. þrepi stúlkna 14 ára og eldri sigraði Birta Björg Alexandersdóttir úr Gerplu með 53,302 í einkunn. Í 1. þrepi 13 ára og yngri var Sunna Kristín Ríkharðsdóttir úr Gerplu hlutskörpust með einkunnina 53,135. Í 2. þrepi stúlkna var keppnin hörð í aldursflokki tólf ára stúlkna en sigurvegari að þessu sinni var Katrín Aradóttir úr Gróttu með einkunnina 53,734. Í aldursflokki 13 ára og eldri sigraði Erika Eik Antonsdóttir úr Gerplu með einkunnina 56 stig.

Í 3. þrepi var Bryndís Guðnadóttir hlutskörpust í aldursflokki 13 ára og eldri með 58,268 í einkunn. Í flokki 12 ára sigraði Marta Dan Þorláksdóttir úr Stjörnunni með einkunnina 57,534

Að lokum var keppt í flokki 11 ára og yngri en þar mættu til leiks ungar fimleikakonur sem aldeilis eiga framtíðina fyrir sér. Í þeim flokki sigraði Hera Lind Gunnarsdóttir úr Gerplu. Hera rauf 60 stiga múrinn að þessu sinni en það þykir mjög gott fyrir stúlkur í þessum flokki.

myndir af mótinu er að finna inni á;

https://www.facebook.com/events/475854125936087/

You may also like...