fbpx

Bikarmótið í 5.-4.þrepi

Bikarmótið í 5.-4.þrepi 

Um helgina fór fram Bikarmót íslenska fimleikastigans í fjórða og fimmta þrepi pilta og stúlkna. Mótið var haldið á tveim stöðum að þessu sinni. Annars vegar í  Íþróttamiðstöðinni Björk Hafnarfirði og hins vegar í nýju fimleikahúsi Fjölnis í Egilshöllinni Grafarholti.

Í piltaflokki var keppt í Íþróttamiðstöðinni Björk Hafnarfirði. Í fyrsta hluta var keppt í 5.þrepi pilta og mættu hvorki fleiri né færri en níu lið til leiks frá fimm íþróttafélögum. Gerpla tefldi fram þrem liðum í fimmta þrepi og stóðu keppendur í öllum þrem liðunum sig með miklum sóma. Keppnin var hörð og mikið jafnræði með liðum. Gerpla lið 1 hafnaði í fjórða sæti.

Á Sunnudag var keppt í fjórða þrepi pilta og tefldi Gerpla fram tveim liðum. Þar stóðu keppendur í báðum liðum sig mjög vel. Gerpla lið 1 gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina með 324.650 stigum. Í öðru sæti varð svo lið Ármenninga og í þriðja sæti varð lið Fimak frá Akureyri.

Það er ljóst að eftir keppni helgarinnar að framtíðin er björt í yngri flokkum félagsins í piltaflokki.

Í 5.þrepi stúlka voru 3 lið frá Gerplu  og  keppst var í A,B og C deild. A lið Gerplu endaði í 8.sæti með 290.853 stig, B liðið endaði í 4.sæti með 289.839 stig og C lið Gerplu endaði í 2 sæti með 284.905 stig.

Í 4.þrepi var Gerpla með 4 lið og keppt var í A og B deild. A lið Gerplu gerði sér lítið fyrir og sigraði stórglæsilega með 302.436 stig. B liðið frá Gerplu áttu einnig glæsilegt mót og röðuð sér í efstu sætin. B1 sigraði með 292.368 stig, B2 var í 2 sæti með 291.952 stig og B3 liðið endaði í 4 sæti með  283.085 aðeins 0,05 stigum frá því að vera í 3 sæti. Virklega flottur árangur hjá þessum liðum.

Áfram við, Áfram Gerpla!

Hér eru myndir af vinningshöfunum 🙂

12792388_10208483986562994_1869837395052722881_o 12794925_10208483986803000_8976228628854130076_o 12819326_1106275139403002_9062164487549920642_o 12823444_10208483987883027_4060334534143070550_o 12828429_10208483986722998_7404054725667525922_o IMG_3087 IMG_3088 IMG_3089 IMG_3090 IMG_3091 IMG_3092 IMG_3093 IMG_3094

You may also like...