fbpx

Fimm GK-meistaratitlar til Gerplu

GK-meistaramótið í áhaldafimleikum var haldið í Gerplu um síðustu helgi og tókst það vel í alla staði. Keppendur Gerplu voru mjög sigursælir á mótinu og unnust fimm GK meistaratitlar til Gerplu af sex mögulegum. Ágúst Ingi Davíðsson varð GK meistari í drengjaflokki, Hildur Maja Guðmundsdóttir varð GK meistari í stúlknaflokki, Sonja Margrét Ólafsdóttir varð GK meistari í unglingaflokki kvenna, Guðjón Bjarki Hildarson GK meistari í karlaflokki og Agnes Suto GK meistari í kvennaflokki. Eins unnust fjölmörg verðlaun á einstökum áhöldum en nánari úrslit er hægt að sjá inná live.score.sporteventsystems.se Við óskum keppendum og þjálfurum Gerplu innilega til hamingju með frábæran árangur og frábært keppnistímabil!

You may also like...