fbpx

Bikarmót í 4. og 5. þrepi stúlkna í Gerplu um helgina

Bikarmót í 4. og 5. þrepi stúlkna er haldið í Versölum um helgina. Keppt er bæði á laugardegi og sunnudegi og því falla allar æfingar niður allan laugardaginn og fram til klukkan 17:00 á sunnudaginn. Bikarmótið er liðakeppni en keppt er í A, B og C liðum í 5.þrepi en í A og B liðum í 4.þrepi. Gerpla sendir fimm lið til keppni en alls keppa 34 lið á mótinu um helgina.

Skipulag má sjá hér: Skipulag_Bikarmót_KVK_5.-4.þrep_Uppfært

Strákarnir í 4. og 5.þrepi keppa í Laugarbóli, húsakynnum Ármanns á sunnudaginn. Gerpla mætir með sex lið til keppni en alls taka 14 lið þátt á mótinu.

You may also like...