fbpx

Baráttuglaðar Gerplustúlkur nældu í silfur á Bikarmótinu í áhaldafimleikum

Gerplustúlkur börðust allt til enda á bikarmóti Fimleikasambandsins sem fram fór í húsakynnum Bjarkanna í Hafnarfirði í gær. Liðið byrjaði á tvíslá og gekk það upp og ofan og enduðu þær með jafnmörg stig og lið Bjarkanna á því áhaldi. Sláin var næst og voru nokkur föll þar en þó voru þær einungis 0,05 stigum á eftir liði Bjarkanna. Bjarkirnar höfðu svo betur á gólfi og stökki en Gerplustúlkur náðu að hrista af sér lið Ármenninga sem gerðu atlögu að því að verja titilinn frá því í fyrra og gekk það ekki upp þrátt fyrir nokkra yfirburði á tvíslá með Irönu og Domino fremstar í flokki.
Agnes Suto reynslubolti Gerplustúlkna endaði með flest stig allra kvenkeppenda í fjölþraut en það verður spennandi að fylgjast með Íslandsmótinu sem fram fer í Laugardalshöll 8. -9. apríl næstkomandi.

Liðið skipaði Agnes Suto, Birta Björg Alexandersdóttir, Sonja Margrét Ólafsdóttir, Tinna Sif Teitsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir


Frá vinstri: Ferenc, Andrea, Sonja Margrét, Tinna Sif, Birta Björg, Agnes, Thelma, Kati og Lajos.

You may also like...