fbpx

Aðventumót Ármanns – Special OL

Síðastliðna helgi keppti fjöldi fimleikakrakka á Aðventumóti Ármanns. Þar áttum við í Gerplu, 20 keppendur sem kepptu eftir reglum Special Olympics. Þau voru að taka þátt á sínu fyrsta Aðventumóti en hingað til hafa þessir iðkendur bara keppt einu sinni á ári og það á vorönn.

Nú eru þau að fjölga mótum sem þau taka þátt í þetta tímabilið og gekk Aðventumótið vonum framar. Þar sýndu og kepptu iðkendur með flottar fimleikaæfingar. Við erum gífurlega stolt af þessum stórglæsilegu iðkendum og við hlökkum til að fylgjast með þeim í íþróttinni. Nokkrir iðkendur voru að stíga sín fyrstu spor í keppni og aðrir reynsluboltar til fjölda ára og öll voru þau alveg til fyrirmyndar.

Allir iðkendur fengu verðlaunapening fyrir sitt besta áhald á mótinu og jafnframt fengu Gerplukrakkar í greininni, bikar fryrir að vera stigahæsta liðið í Special Ol.

Við þökkum Ármanni fyrir inngildinguna á Aðventumótið, iðkendurnir okkar og þjálfarar skemmtu sér konunglega og strax farin að hlakka til næsta árs!

Myndir frá mótinu: https://gerpla.smugmug.com/2023/Adventumt-Special-OL/

You may also like...