fbpx

4 gull á GK-mótinu

Um helgina fór fram GK mótið í Hópfimleikum. Gerpla mætti með 5 lið til keppni að þessu sinni. Í fyrsta hluta keppti meistraflokkur kvenna. Það vantaði margar stelpur í liðið og fengu margar nýjar stelpur tækifæri til að keppa og öðluðust góða reynslu. Liðið hafnaði í fyrsta sæti.

í Hluta tvö þá var 1. flokkur að keppa og tefldum við fram tveimur liðum 1. flokk kvk og 1. flokk mix. Í þessum flokki verður keppt um að komast á norðurlandamót unglinga sem fram fer í Danmörku í apríl.

Úrtökumótið verður á Bikramótinu sem haldið verður í lok febrúnar þannig að þetta mót var góður undirbúningur til sjá stöðuna fyrir það mikilvæga mót. 1. fl mix vann sinn flokk þrátt fyrir að það vantaði tvo stráka í liðið vegna covid vandræða. 1.fl kvk vann með nokkrum yfirburðum sinn hluta. Það vantaði einnig tvær stelpur í þann hóp einnig vegna Covid.

í hluta 3 áttum við svo 2 lið. 2. flokk kvk og 2. fl mix. 2.fl mix er nýtt lið hjá okkur sem við settum saman eftir áramót. Það var rosalega gaman að sjá þau keppa saman og standa sig mjög vel og unnu þau sinn hluta. 2. flokkur kvenna 1 stóð sig mjög vel, sýndu flottar æfingiar og enduðu í 3 sæti í mjög sterkri keppni. 

Við erum mjög stolt af okkar iðkendum eftir helgina sem voru til fyrirmyndar fyrir félagið okkar!

You may also like...