fbpx

Vormót fimleikadeildar Gerplu

Um helgina fer fram Vormót fimleikadeildar Gerplu en þetta er mót fyrir yngri iðkendur félagsins á aldrinum 6-9 ára.

Við hvetjum alla foreldra og aðra fjölskyldumeðlimi til að mæta og horfa á, þar sem þetta er einn af stærri viðburðum ársins hjá þessum iðkendahóp.

Hér í viðhengi er að finna skipulag mótsins en það er í 7 hlutum þar sem um svo gífurlegan fjölda iðkenda er að ræða.

Við minnum svo á að í maí munu allir hópar félagsins byrja að æfa fyrir Vorsýningu Gerplu og verða samæfingar fyrir hana auglýstar á næstu dögum.

Hlökkum til að sjá ykkur um helgina

kv. Deildarstjórar 🙂

You may also like...