fbpx

Viðburðadagatal Gerplu

Viðburðardagatal Gerplu var sent út til forráðamanna í dag. Um er að ræða fjölbreytta viðburði sem hægt er að velja um að taka þátt í auk heimaæfinganna eða skipta heimaæfingunum út fyrir tilbreytingu. Viðburðirnir eru annað hvort í beinni útsendingu eða upptaka í fullri lengd. Við höfum fengið til liðs við okkur gott fólk til að stýra einstaka viðburðum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Hér má sjá dagatalið og eru nánari upplýsingar fyrir hvern viburð sendar út á foreldra/forráðamenn/iðkendur í tölvupósti eða sportabler samdægurs eða daginn áður eftir þörfum. Við hvetjum sem flesta að gera sér glaðan dag og taka þátt í þessu með okkur og með því gera dagana fjölbreyttari en ella. Þið megið endilega merkja #gerplaheima eða @ithrottafelagidgerpla ef þið setjið eitthvað inná instagram. Okkur þykir gaman að fylgjast með ykkur.

Við óskum ykkur góðrar skemmtunar og ÁFRAM GERPLA!

You may also like...