Uppskeruhátíð Gerplu
Uppskeruhátíð Gerplu vegna ársins 2025 var haldin hátíðleg laugardaginn 10. janúar í veislusal félagsins. Mikill og góður árangur náðist á árinu 2025 og voru iðkendur, þjálfarar og sjálfboðaliðar heiðraðir. Marta formaður Gerplu bauð viðstöddum velkomna og fór yfir einstakt keppnisár, sýnt var myndband sem dró saman helstu atburði og afrek ársins. Sólveig Jónsdóttir framkvæmdastjóri Fimleikasambandsins kom og veitti starfsmerki FSÍ.
Afreksbikarinn i áhaldafimleikum kvenna hlaut Hildur Maja Guðmundsdóttir. Hún hefur æft fimleika hjá Gerplu frá unga aldri og verið lykilmaður í íslenska landsliðinu um árabil. Á árinu 2025 lenti Hildur Maja í erfiðum meiðslum í upphafi tímabilsins, sem gerðu henni erfitt fyrir að keppa á öllum áhöldum framan af. Þrátt fyrir það náði hún glæsilegum árangri. Hún varð bikarmeistari með liði Gerplu, sem sigraði með yfirburðum. Á Íslandsmótinu keppti hún á tveimur áhöldum og komst í úrslit á báðum. Hún fór á Evrópumót í Leipzig, hún fór á Heimsbikarmót í Tashkent, þar sem hún sýndi frábæara árangur. Hún komst í úrslit á tvíslá og gólfi, hafnði í 6.sæti á tvíslá. Á gólfi sýndi hún stórkostlegar æfingar og vann til silfurverðlauna, sem gerir hana að fyrstu íslensku fimleikakonunni til að vinna verðlaun á heimsbikarmóti í áhaldafimleikum, sögulegur árangur sem markar tímamót í íslenskum fimleikum.
Afreksbikarinn í áhaldafimleikum karla hlaut Dagur Kári Ólafsson. Hann stimplaði sig inn í fimleikasöguna á árinu þegar hann vann sér fyrstur allra inn sæti í úrslitum í fjölþraut á heimsmeistaramóti Í áhaldafimleikum. Hann hefur átt einstakt ár og sýnt frábæra frammistöðu á árinu í áhaldafimleikum karla bæði á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Hann var í lykilhlutverki í liði Gerplu þegar lið Gerplu urðu Bikarmeistarar. Hann varð í 3.sæti í fjölþraut á Íslandsmótinu og varð Íslandsmeistari á bogahesti auk þess sem hann varð í 3.sæti á tvíslá. Auk þess sigraði hann í fjölþraut á Vormóti og tók gull á bogahesti og tvíslá og silfur á stökki og gólfi. Dagur Kári keppti á heimsbikarmóti í Oijsek og í París, Evrópumótinu í Leipzig og Heimsmeistaramótinu í Jakarta.
Afreksbikarinn í hópfimleikum hlaut meistaraflokkur kvenna. Liðið tryggði sér keppnisrétt á Norðurlandamót og keppti þar fyrir hönd Gerplu í Finnlandi í nóvember þar sem frammistaðan var til fyrirmyndar. Öll 36 stökkin voru lent á mótinu og skiluðu þær af sér flottum gólfæfingum. Þær kepptu á Bikarmóti og Íslandsmóti þar sem liðið var í harðri og spennandi keppni. Þær sýndu mikinn styrk og stöðugleika á árinu og hefur liðið tekið stór skref fram á við, bætt sig markvisst í frammistöðu og sýnt fram á sterka liðsheild, fagmennsku og samheldni sem endurspeglar það afrek sem þessi viðurkenning stendur fyrir.



Hvatningarbikarinn í áhaldafimleikum kvenna hlaut Kristjana Ósk Ólafsdóttir. Hún keppti á sínu fyrsta Íslandsmóti í fullorðins flokki og náði frábærum árangri sem skilaði henni 3. Sæti í fjölþraut, auk þess sem hún komst í úrslit á tvíslá og slá. Kristjana var hluti af bikarliði Gerplu sem sigraði með yfirburðum á bikarmótinu í vor. Kristjana fór á Smáþjóðleikana í Andorra og á Norður-Evrópumót.
Hvatningarbikarinn í áhaldafimleikum karla hlaut Atli Snær Valgeirsson. Á árinu 2025 náði Atli Snær stórkostlegum árangri þegar hann varð Íslandsmeistari í fjölþraut karla í fyrsta sinn. Að auki hafnaði hann í 2. sæti á Vormóti og varð bikarmeistari með liði sínu á Bikarmótinu á árinu. Hann keppti á Evrópumótinu í Þýskalandi, Norður-Evrópumótinu í Englandi og Heimsbikarmóti í París.
Hvatningarbikarinn í hópfimleikum hlaut 1. flokkur kvenna og blandað lið Gerplu. Bæði liðin tryggðu sér þátttökurétt á Norðurlandamóti unglinga sem fer fram í Noregi í apríl 2026 eftir góða frammistöðu á haustmótinu í nóvember, sem jafnframt var úrtökumót fyrir mótið. Með miklum dugnaði, samheldni og vinnusemi hafa þau bætt sig gríðarlega og sýnt að metnaðurinn og viljinn er klárlega til staðar.



Þjálfari ársins í áhaldafimleikum fékk Viktor Kristmannsson. Hann er bæði fyrrverandi afreksfimleikamaður og framúrskarandi þjálfari sem hefur metnað, fagmennsku og skilað frábæru starfi. Árið hefur verið afar farsælt hjá Viktori og hans iðkendum með Gerplu og landsliði Íslands. Þeir unnu liðabikarinn á Bikarmóti 2025, náðu sterkum árangri á Íslandsmóti og kepptu á Evrópumóti og Heimsbikarmóti í París með glæsilegum frammistöðum.
Þjálfari ársins í hópfimleikum fékk Michal Rissky. Mikki er á sínu þriðja ári hjá okkur í Gerplu. Hann hefur komið vel inn í hlutina hjá okkur og er með mikla fimleikaþekkingu. Fyrir um ári var hann ráðinn í starf sem yfirþjálfari í gólfæfingum hópfimleikadeildarinnar. Hann hefur heldur betur tekið það starf föstum tökum og fært gæði þjálfunar í dansinum á hærra plan en það hefur verið síðustu ár. Hann er stundvís, nákvæmur og áreiðanlegur, allt sem hann gerir gerir hann vel.
Þjálfari ársins í grunn- og framhaldsdeild fékk Sandra Kristín Tandradóttir. Hún hefur verið hluti af Gerplu frá unga aldri. Hún hóf feril sinn sem iðkandi og færði sig svo yfir í hlutverk þjálfara þar sem hún hefur sýnt mikla fagmennsku og ábyrgð í sínum störfum. Sandra hefur gegnt mikilvægu hlutverki í uppbyggingu iðkenda innan félagsins. Hún hefur verið að byggja grunn hjá okkar yngstu iðkendum og einnig verið sterk með byrjenda hópinn í áhaldafimleikum.
Sandra er einstaklega jákvæð, þolinmóð og skipulögð í vinnubrögðum sem gerir hana að góðum þjálfara. Hún leggur metnað í að skapa jákvætt og uppbyggilegt umhverfi þar sem hver iðkandi fær tækifæri til að dafna og þróast á sínum hraða.
Þjálfari ársins í almennrar deildar var Artem Fitts. Hann er fyrirmyndar þjálfari, skipulagður í starfi, skilningsríkur, metnaðarfullur og jákvæður. Hann hefur komið víðsvegar að, þjálfaði meðal annars krílahópana, unnið við sumarnámskeiðin seinustu 3 ár, grunn- og framhaldsdeild og áhaldahópa karla. Það sést langar leiðir að hann hefur mikinn áhuga á starfi sínu og leggur metnað í þjálfun sinni, strákarnir virðast alltaf njóta sín á æfingum og hafa gaman undir hans leiðsögn.




Það voru tveir einstaklingar sem hlutu viðkenningu Garpur Gerplu en það voru þau Kári Pálmason og Rakel Sara Pétursdóttir. Kári Pálmason er metnaðarfullur og hæfileikaríkur fimleikamaður sem hefur átt frábært ár. Hann hefur náð mikilli færni þrátt fyrir ungan aldur og sinnir íþróttinni af miklum metnaði. Á Norðurlandamótinu í Danmörku náði hann stórkostlegum árangri þar sem hann varð þrefaldur Norðurlandameistari með því að verða Norðurlandameistari í fjölþraut, auk þess að verða norðurlandameistari á svifrá og tvíslá. Rakel Sara átti frábært ár og sýndi ótrúlegan árangur. Hún varð Íslandsmeistari unglinga í fjölþraut og á öllum áhöldum, auk þess sem hún var í bikarliði Gerplu sem sigraði með yfirburðum.
Sjálfboðaliði ársins var Íris Reynisdóttir. Hún hefur verið ein af lykilkonum í Máttarstólpum, komið að skipulagi og undirbúning þegar Gerpla heldur mót og staðið vaktina. Við viljum þakka henni fyrir ómetanlegt framlag og þann jákvæða anda sem hún kemur með inn í starfið.
Við veittum sérstaka viðkenningu fyrir ástundum og það var hún Arna Ýr Jónsdóttir sem hlaut hana. Arna hefur æft fimleika í nokkur ár hjá okkur með mikinn metnað og ákveðni í að gera nýja hluti á æfingum, hún hefur tekið þátt á ótal mörgum fimleika mótum sem er það skemmtilegasta sem hún gerir, unnið til margra verðlauna peninga sem hún skartar sig fínt á æfingum og klæðir sig með stolti.
Við veittum sérstaka viðkenningu fyrir ástundum og það var hún Arna Ýr Jónsdóttir sem hlaut hana. Arna hefur æft fimleika í nokkur ár hjá okkur með mikinn metnað og ákveðni í að gera nýja hluti á æfingum, hún hefur tekið þátt á ótal mörgum fimleika mótum sem er það skemmtilegasta sem hún gerir, unnið til margra verðlauna peninga sem hún skartar sig fínt á æfingum og klæðir sig með stolti.
Dagur Kári Ólafsson – Sérstök viðkenning fyrir sögulegan árangur í áhaldafimleikum þegar hann náði eim magnaða árangri að vera fyrsti Íslendingurinn til að komast í fjölþrautarúrslit á Heimsmeistaramótinu. Þetta var ekki bara persónulegur sigur – heldur var hann að skrifa nafn sitt í sögubækur fimleikanna.
Það var okkur mikill heiður að veita Ragnheiði M Ólafsdóttur gullmerki Gerplu. Hún æfði og keppti í fimleikum með félaginu með góðum árangri fram á unglingsárin, var öguð, áhugasöm og góður félagi. Ragnheiður hefur setið í stjórn Gerplu í 10 ár, var varaformaður um tíma og tók við formennsku árið 2018. Gegndi því hlutverki við góðan orðstýr í 7 ár eða til ársins 2025. Það er gott að vinna með henni, hún treystir fólki fyrir verkefnum og gefur þeim flugbraut til að vaxa og dafna en hún er aldrei langt undan til að styðja við og gefa góð ráð. Við í Gerplu viljum með þessu merki þakka Ragnheiði kærlega fyrir hennar framlag til félagsins öll þessi ár.




Starfsmerki Fimleikasambandsins veitti Sólveig Jónsdóttir framkvæmdarstjóri sambandsins og þeir sem fengu voru þau Hreggviður Símonarson, Lilja Árnadóttir, Ragnar Magnús Þorsteinsson, Þorgeir Ívarsson og Magnús Óli Sigurðsson.




Iðkendur sem hafa tekið þátt í verkefni erlendis árið 2025:






