fbpx

Stopp í tvær vikur til viðbótar

Eins og flestum ætti að vera kunnugt þá hafa aðgerðir gegn Covid-19 verið hertar á Íslandi með þeim afleiðingum að íþróttastarf er bannað. Þessar takmarkanir gilda næstu tvær vikur eða til 17.nóvember. Það er ekkert annað í stöðunni en að standa saman og bera virðingu fyrir þessum vágesti.

Við munum halda áfram að veita iðkendum okkar þjónustu eins og best er kostur. Á morgun verður sent út viðburðadagatal fyrir næstu tvær vikurnar en það verður til viðbótar þeim æfingum sem þjálfarar eru að halda úti fyrir iðkendur. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á viðburðardagatalinu og hvetjum við ykkur til að taka þátt.

Við hlökkum svakalega til að geta tekið á móti okkar iðkendum aftur og fá líf í húsin okkar en þangað til hvetjum við ykkur til almennrar hreyfingar og til að nota tímann með fjölskyldunni.

Kærleikskveðja starfsfólk Íþróttafélagsins Gerplu

You may also like...