fbpx

Frístundavagninn haust 2018

Frístundavagninn!

Íþróttafélögin Breiðablik, Gerpla og HK hafa fyrir tilstilli SÍK sameinast um frístundavagn fyrir iðkendur sína í samstarfi og með stuðning frá Kópavogsbæ. Þetta er mikið gleðiefni og munu vagnarnir hefja akstur næstkomandi mánudag þann 3.september. Vagnarnir verða ekki merktir neinu félagi heldur er öllum frjálst að nýta þá óháð félagi. Teitur Jónasson mun annast þennan akstur og verður þetta verkefni keyrt á þennan hátt til reynslu í tvo mánuði. Á þessum tíma má búast við einhverjum hnökrum sem verður reynt að leysa hratt og vel með öryggi barnanna í fyrirrúmi. Íþróttafélögin þakka Markaðsstofu Kópavogs, SÍK, starfsmönnum Kópavogsbæjar sem og bæjarfulltrúum fyrir veitta aðstoð og jákvæðar undirtektir.

Saman erum við sterkari!

Fyrir hönd Breiðabliks, Gerplu og HK

Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri Breiðabliks

Olga Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Gerplu

Hanna Carla Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri HK

 

Tímatöflu vagnanna má sjá Hér

You may also like...