fbpx

Auka frístundastyrkur til tekjulágra heimila og mikilvægi skiplagðs íþróttastarfs

Skipulagt íþróttastarf hefur víðtækt forvarnargildi, ekki einungis gegn frávikshegðun, líkt og afbrotum, ofbeldi og vímuefnaneyslu, heldur tengist íþróttaþátttaka einnig betri námsárangri, betri líðan, meiri sjálfsvirðingu og jákvæðari líkamsmynd. Mikilvægast er að iðkendur njóti íþróttarinnar og rækti með sér áhuga á íþróttinni, því þar með er lagður grunnur að íþróttaiðkun til framtíðar. Fimleikar eru skemmtileg og góð líkamsrækt í góðu umhverfi.

Öll börn 5-18 ára eiga rétt á frístundastyrk að upphæð 51.500kr. frá Kópavogsbæ árið 2021 séu þeir í skipulögðu íþrótta- og eða tómstundastarfi.

Við viljum einnig vekja athygli á aukafrístundastyrk sem ríkið er að bjóða uppá fyrir börn af tekjulágum heimilum.

Styrkirnir eru óháðir hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Styrkirnir eru veittir vegna barna sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru lægri en 740.000 kr. að meðaltali á mánuði á tímabilinu mars-júlí 2020. Styrkurinn er 45.000 kr á hvert barn og er talið að um 13.000 börn á landinu öllu eigi rétt á styrknum. Afreiðsla styrkumsókna er á höndum sveitarfélaga landsins. Umsóknarfrestur er til 1.mars 2021.

Leiðbeiningar um umsóknir hér: Auka frístundastyrkur


Support for children’s recreational activities: https://island.is/en/support-for-childrens-recreational-activities

Myndbönd á mismunandi tungumálum hér: https://www.youtube.com/channel/UC-Kaj_-DYRuKbbs_PKS2CqQ

Í Gerplu er boðið uppá fjölbreytt framboð námskeiða og æfinga fyrir alla aldurshópa. Ekki hika við að hafa samband ef þið viljið vita meira.

Ef þið hafið frekari spurningar þá vinsamlegast sendið fyrirspurn á gerpla@gerpla.is

You may also like...