fbpx

Æfingar grunnskólabarna haldast óbreyttar í Gerplu

Samkvæmt nýjustu tilmælum frá sóttvarnaryfirvöldum og heilbrigðisráðherra haldast æfingar barna fædd 2005 og seinna óbreyttar svo lengi sem iðkendur þurfa ekki á aðstoð foreldra inni í tímanum. Við munum því halda áfram með æfingar fyrir börn fædd 2005-2015. Við hvetjum foreldra til að bíða fyrir utan mannvirkið þegar verið er að sækja börnin og senda línu í gegnum sportabler á þjálfara ef ykkar barn þarf stuðning vegna einhvers í tengslum við það. Ef barnið er óöruggt að koma inn er gott að fá að vita það í gegnum sportabler eða síma 441-8810 (Versalir) eða 441-9300 (Vatnsendi) og við gerum okkar allra besta til að aðstoða.

Frístundarútan heldur áfram að ganga til að yngstu iðkendurnir hafi tök á að stunda sína íþrótt áfram.

Hvað varðar laugardagshópa barna fædd 2015 þá koma sérstakar leiðbeiningar frá deildarstjóra á morgun fimmtudag um fyrirkomulag.

Iðkendur fæddir 2004 og fyrr fá upplýsingar frá sínum deildarstjórum og eða þjálfurum um framhaldið.

Við minnum á að koma með vatnsbrúsa – bannað að deila brúsum
Handþvottur og spritt áður en við förum í salinn og sótthreinsun inn í sal eftir því sem við á
Iðkendur haldi sig heima finni þeir fyrir einkennum Covid 19
Foreldrar haldi sig utan við mannvirkin

Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við skrifstofu Gerplu gerpla@gerpla.is

You may also like...