fbpx

Landslið Íslands í áhaldafimleikum – Evrópumót

Landsliðsþjálfarar hafa valið landsliðshópa fyrir Evrópumót í áhaldafimleikum karla og kvenna. Mótið fer fram í Búlgaríu, kvenna og stúlknahlutinn fer fram 12.-18. maí og karla og drengjahlutinn 19.-25. maí. Ísland tekur þátt í öllum hlutunum fjórum og er því að fara með 17 keppendur á mótið.


Gerpla á allt fullorðinslandsliðið í kvennaflokki, þær Agnesi Suto, Andreu Ingibjörgu Orradóttur, Normu Dögg Róbertsdóttur, Sigríði Hrönn Bergþórsdóttur og Thelmu Rut Hermannsdóttur. Varamenn: Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir

Gerpla á einnig fulltrúa í stúlknalandsliði Íslands, það er Thelma Aðalsteinsdóttir og er þetta í fyrsta sinn sem hún keppir fyrir hönd Íslands á erlendri grundu. Ásamt Gyðu Einarsdóttir sem er varamaður.

Gerpla á 3 fulltrúa í karlalandsliði Íslands, þá Hróbjart Pálmar Hilmarsson, Ingvar Ágúst Jochumsson og Valgarð Reinhardsson, ásamt varamanninum Pálma Rafni Steindórssyni.

Gerpla á einnig 2 fulltrúa í drengjalandsliði Íslands þá Eyþór Örn Baldursson og Hrannar Jónsson

óskum þeim öllum til hamingju með valið og gangi ykkur vel!

You may also like...