fbpx

Íþróttafélagið Gerpla og fimleikar.is í samstarf

fimleikaris_gerpla  fimleikar_logo

Íþróttafélagið Gerpla  semur við fimleikar.is til næstu 5 ára.

Gerpla, stærsta fimleikafélag landsins hefur undirritað 5 ára samning við fimleikar.is um öll innkaup á fimleikafatnaði félagsins. Samningur þessi nær til fimleikafatnaðar fyrir karla- og kvennahópa félagsins frá byrjendum til meistarahópa. „Við erum ánægð með nýja samninginn sem var niðurstaða ítarlegs samanburðar á helstu innflutningsaðlum fimleikafatnaðar á Íslandi“ segir Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Gerplu. „Þegar allir þættir voru lagðir saman var ljóst að fimleikar.is bauð okkur bestu blönduna af gæðum, þjónustu og verði.“.

Fimleikar.is er umboðsaðili GK, Under Armour og Moreau fimleikafatnaðar. Einnig er fimleikar.is með umboð fyrir fimleikaólar frá Reisport og US Glove. „Samningur okkar við Gerplu er jákvæður endir á umfangsmiklu ferli“ segir Sigurrós Pétursdóttir, framkvæmdastjóri fimleikar.is. „Samningurinn er einnig skemmtileg viðurkenning á áherslum okkar sem snúa að því að veita afburða þjónustu og útvega iðkendum fimleika af báðum kynjum þægilegan og vandaðan fatnað“.

You may also like...