Íslandsmót 2025 í áhaldafimleikum

Íslandsmótið í áhaldafimleikum fór fram um helgina í íþróttahúsi Ármanns í Laugardalnum. Á laugardeginum var keppt um fjölþrautatitla bæði í unglingaflokki og fullorðinsflokki hjá báðum kynjum. Fjórir fjölþrautatitlar í hús hjá okkar iðkendum í Gerplu. Í gær sunnudag var síðan keppt til úrslita á áhöldum þar sem fimm stigahæstu keppendur í öllum flokkum unnu sér inn keppnisrétt.

Thelma Aðalsteinsdóttir og Atli Snær Valgeirsson Íslandsmeistarar í fjölþraut í fullorðinsflokki.

Kvennaflokkur
Það var virkilega hörð keppni hjá konunum um efstu sætin og réðust ekki úrslitin fyrr en á síðasta áhaldinu. Thelma Aðalsteinsdóttir stóð uppi sem sigurvegari fjórða árið í röð en segja má að hún hafi tryggt gullið með frábærum æfingum á jafnvægisslá, Lilja Katrín Gunnarsdóttir nældi sér í silfurverðlaunin og Kristjana Ósk Ólafsdóttir bronsverðlaun eftir frábæran dag og er það frábær árangur þar sem hún keppti í fyrsta sinn í flokki fullorðinna. María Sól Jónsdóttir átti einnig virkilega flott mót og toppaði fjölþrautareinkunn sína á mótinu og varð í fjórða sæti. Hekla Hákonardóttir keppti á sínu fyrsta ári í fullorðinsflokki og varð í sjötta sæti. Hildur Maja Guðmundsdóttir keppti á tveim áhöldum í ár, þar sem hún er að stíga upp úr meiðslum á fæti. Thelma, Hildur Maja, Lilja Katrín, Kristjana og María Sól unnu sér inn keppnisrétt í úrslit á áhöldum.

Karlaflokkur
Spennan í karlaflokki hefur aldrei verið svona hörð en handhafi Íslandsmeistaratitils í karlaflokki samtals átta sinnum Valgarð Reinhardsson, var búinn að vera stríða við veikindi í tvær vikur. Það var því ekki fyrr en á síðasta áhaldi svifránni sem úrslitin réðust og má segja að um lendingarkeppni hafi verið að ræða. Það urðu því óvænt úrslit karlamegin og var það  Atli Snær Valgeirsson sem sigraði karlaflokkinn í fyrsta sinn, Valgarð Reinhardsson varð í öðru sæti og Dagur Kári Ólafsson í því þriðja. Sigurður Ari Stefánsson varð í fimmta sæti og Valdimar Matthíasson í því sjöunda. Atli Snær vann sig í úrslit á fimm áhöldum, Valgarð, Sigurður Ari og Dagur fóru í úrslit á fjórum áhöldum, Valdimar í úrslitum á tveim og Jónas Ingi Þórisson og Arnþór Daði Jónasson eru í úrslitum á einu áhaldi hvor.

Unglingaflokkur stúlkna
Rakel Sara Pétursdóttir, kom sá og sigraði í unglingaflokki stúlkna með yfirburðum. Þetta er í annað sinn sem Rakel Sara verður Íslandsmeistari unglinga en síðast hampaði hún titlinum árið 2022 og var þá enn í stúlknaflokki. Ísabella Maack Róbertsdóttir varð í fimmta sæti og átti hreint frábært mót og stimplaði sig inn á meðal okkar bestu unglinga. Rakel Sara og Ísabella unnu sér inn í keppnisrétt á öllum áhöldum í úrslitum.

Unglingaflokkur drengja
Virkilega skemmtileg keppni hjá drengjunum í fjölþraut þar sem okkar drengur Kári Pálmason varð Íslandsmeistari unglinga með yfirburðum. Í öðru sæti varð Sólon Sverrisson úr KA og í því þriðja Rökkvi Kárason úr Ármanni. Botond Ferenc Kováts varð síðan í fjórða sæti og skemmtilegt að segja frá því að hann er ennþá keppandi í drengjaflokki. Snorri Rafn William Davíðsson varð svo í sjötta sæti. Yngsti keppandi mótsins var svo hinn efnilegi Ragnar Örn Ingimarsson sem átti frábært mót en keppti ekki á öllum áhöldum. Ragnar Örn er fæddur árið 2013 og er því ekki enn kominn í drengjaflokk. Kári gerði sér svo lítið fyrir og komst í úrslit á sex áhöldum, Botond fór í úrslit á fimm áhöldum, Ragnar Örn komst í úrslit á tveim áhöldum og Baltasar Guðmundur og Snorri Rafn í úrslit á einu áhaldi hvor.

15 Íslandsmeistaratitlar til Gerplu á einstökum áhöldum, 7 silfurverðlaun og 10 bronsverðlaun

Keppni í úrslitum á áhöldum fór fram á sunnudag. Virkilega spennandi keppni og voru Gerpluiðkendur í miklu stuði og rökuðu inn verðlaunum.

Karlaflokkur
Atli Snær Valgeirsson og Jónas Ingi Þórissson urðu Íslandsmeistarar í gólfæfingum, og Sigurður Ari Stefánsson í því þriðja
Dagur Kári Ólafsson Íslandsmeistari á bogahestiArnþór Daði Jónasson í öðru sæti og Atli Snær Valgeirsson í því þriðja
Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni Íslandsmeistari í hringjum, Lúkas Ari Ragnarsson úr Björk í öðru sæti og Atli Snær Valgeirsson í því þriðja
Valdimar Matthíasson Íslandsmeistari á stökkiAtli Snær Valgeirsson  í öðru sæti og Sigurður Ari Stefánsson í því þriðja
Lúkas Ari Ragnarsson Íslandsmeistari á tvíslá, Jón Sigurður Gunnarsson í öðru sæti og í þriðja sæti  Dagur Kári Ólafsson
Atli Snær Valgeirsson Íslandsmeistari á svifrá, Stefán Máni Kárason úr Björk í öðru sæti og Sigurður Ari Stefánsson í því þriðja. Vegna veikinda þurfti Valgarð að daga sig úr keppni á þrem áhöldum á sunnudeginum.

Kvennaflokkur
Lilja Katrín Gunnarsdóttir  Íslandsmeistari á stökki, og Eva Ívarsdóttir úr Stjörnunni í öðru sæti. Eingöngu tveir keppendur kepptu með tvö stökk að þessu sinni.
Thelma Aðalsteinsdóttir Íslandsmeistari á tvísláLilja Katrín Gunnarsdóttir í öðru sæti og Þóranna Sveinsdóttir úr Stjörnunni í þriðja sæti
Thelma Aðalsteinsdóttir Íslandsmeistari á sláHildur Maja Guðmundsdóttir í öðru sæti og Lilja Katrín Gunnarsdóttir í þriðja sæti
Thelma Aðalsteinsdóttir Íslandsmeistari á gólfi, Lilja Katrín Gunnarsdóttir í öðru sæti og Nanna Guðmundsdóttir Stjörnunni í því þriðja

Unglingaflokkur drengja
Sólon Sverrisson KA Íslandsmeistari á gólfi, Kári Pálmason varð í öðru sæti og Þorsteinn Orri Ólafsson Ármanni í því þriðja
Baltasar Guðmundur Baldursson Íslandsmeistari á bogahesti, Þorsteinn Orri Ólafsson varð í öðru sæti og Botond Ferenc Kováts í því þriðja

Kári Pálmason Íslandsmeistari í hringjum,  Sólon Sverrisson varð í öðru sæti og Rökkvi Kárason Ármanni í því þriðja.
Rökkvi Kárason Íslandsmeistari á stökki, Sólon Sverrisson í öðru sæti og Botond Ferenc Kováts  varð í þriðja sæti
Kári Pálmason Íslandsmeistari á tvíslá,  Sólon Sverrisson varð í öðru sæti og Rökkvi Kárason í því þriðja.
Sólon Sverrisson Íslandsmeistari á svifrá,Rökkvi Kárason varð í öðru sæti og Kári Pálmason varð í þriðja sæti

Unglingaflokkur stúlkna
Rakel Sara Pétursdóttir Íslandsmeistari á stökki,  Sigurrós Ásta Þórisdóttir Stjörnunni í öðru sæti og Kolbrún Eva Hólmarsdóttir Stjörnunni í því þriðja
Rakel Sara Pétursdóttir Íslandsmeistari á tvíslá, Magdalena Andradóttir Ármanni í öðru sæti og Sigurrós Ásta Þórisdóttir í því þriðja
Rakel Sara Pétursdóttir Íslandsmeistari á slá, Agnes Edda Davíðsdóttir Ármanni í öðru sæti og Kolbrún Eva Hólmarsdóttir í því þriðja
Rakel Sara Pétursdóttir Íslandsmeistari á gólfi, Sigurrós Ásta Þórisdóttir í öðru sæti og Kolbrún Eva Hólmarsdóttir í því þriðja

Íslandsmótið í þrepum fimleikastigans

3. þrep stúlkna
Gerpla átti fjóra keppendur í 3. Þrepi stúlkna þær Berglindi Björk Atladóttur, Ingibjörgu Leu Pledel EymarsdótturJóhönnu Bryndísi Andradóttur og Tönju Mist Þorgeirsdóttur. Berglind Björk gerði sér lítið fyrir og sigraði í 3. Þrepi 12 ára og Ingibjörg Lea varð í þriðja sæti. Jóhanna Bryndís varð í þriðja sæti í 3. Þrepi 13 ára og eldri og Tanja Mist varð í fjórða sæti í 3. þrepi 11 ára og yngri.

3. þrep drengja
Gerpla átti þrjá keppendur í 3. Þrepi. Skipt var í tvo aldursflokka, í 13 ára og yngri kepptu Ísak Þór Ívarsson og Arnar Bjarki UnnarssonÍsak Þór varð hlutskarpastur og varð Íslandsmeistari í 3. Þrepi 12 ára og yngri. Í flokki 14 ára og eldri keppti Hrannar Már Másson. Hrannar varð Íslandsmeistari í 3. Þrepi 14 ára og eldri.  Stigahæsti keppandinn í 3. Þrepi fékk svo eignarbikar í verðlaun og var það Ísak Þór Ívarsson og er því Íslandsmeistari í 3. Þrepi drengja.

2. þrep stúlkna
Gerpla átti tvo keppendur í 2. Þrepi stúlkna, þær Ísabellu Benónýsdóttur og Berglindi Söru Erlingsdóttur. Skipt var í tvo aldursflokka og kepptu þær báðar í 12 ára og yngri, Ísabella varð hlutskörpust og sigraði 2. Þrep 12 ára og yngri, og varð Berglind Sara í öðru sæti.

2. þrep drengja
Gerpla átti þrjá keppendur í 2. Þrepi drengja. Virkilega spennandi keppni og réðust ekki úrslitin fyrr en á síðasta áhaldi. Zsombor Ferenc Kováts  sigraði og varð því Íslandsmeistari í 2. Þrepi. Patrekur Páll Pétursson KA var í öðru sæti og Kári Arnarson í því þriðja.

1. þrep drengja
Gerpla átti sex keppendur í 1. Þrepi. Kári Hjaltason varð Íslandsmeistari í 1. Þrepi, Eysteinn Daði Hjaltason varð í öðru sæti og Arnór Snær Hauksson í þriðja sæti, Ármann Andrason í því fjórða, Vilhjálmur Árni Sigurðsson varð í fimmta sæti og Tómas Andri Þorgeirsson í því sjötta.

1. þrep stúlkna
Gerpla átti  ‏‏fjóra keppendur í 1. Þrepi stúlkna. Skipt var í tvo aldursflokka, í 14 ára og eldri kepptu Alma Rún OddsdóttirSólný Inga Hilmarsdóttir, Aníta Eik Hilmarsdóttir og Margrét Dóra Ragnarsdóttir. Alma Rún sigraði 1. Þrep 14 ár og eldri, Sólný Inga varð í öðru sæti, Aníta Eik í því þriðja og Margrét Dóra í fjórða sæti.

Virkilega glæsileg uppskera hjá öllum keppendum okkar og óskum við iðkendum okkar, þjálfurum og aðstandendum innilega til hamingju með frábæran árangur. það verður svo gaman að fylgjast með okkar fólki í næstu verkefnum sem eru framundan. Sumir hafa lokið keppni í vetur og hefja undirbúning fyrir næsta keppnistímabil, aðrir undirbúa sig fyrir Vormót í áhaldafimleikum sem haldið verður eftir þrjár vikur á meðan landsliðsfólkið okkar stefnir á Heimsbikarmót, Evrópumót, Smáþjóðaleika og Norðurlandamót unglinga og EYOF sem fer fram á næstu mánuðum. Gangi ykkur öllum vel í þeim undirbúningi sem framundan er, við erum virkilega stolt af ykkur.

Fleiri myndir: https://gerpla.smugmug.com/2025/Islandsmt-haldafimleikum

You may also like...