fbpx

Góð ferð til Wales

Stelpurnar í meistaraflokki í áhaldafimleikum og nokkrar stelpur úr 2.þrepi héldu til Wales um liðna helgi ásamt þjálfurum sínum og kepptu á Walesmóti. Stelpurnar áttu mjög góða ferð og fengu dýrmæta reynslu í keppninni. Flestar voru að keyra einhverjar nýjar æfingar í keppni og sumar að keppa erlendis í fyrsta skipti. Stelpurnar stóðu sig vel jafnt innan sem utan vallar. Meðfylgjandi eru myndir af stelpunum frá því um helgina. Næsta verkefni hjá þessum stelpum er bikarmót en það er í lok mars. Við óskum þeim og þjálfurum þeirra til hamingju með árangurinn!

You may also like...