fbpx

Frístundastyrkur Kópavogsbæjar – nýtt fyrirkomulag

Nú um áramótin hefur ferli varðandi nýtingu á frístundastyrk hjá Kópavogsbæ verið breytt.

Leiðbeiningar Frístundastyrkur

Upphæð sem hver iðkandi á aldrinum 5-18 ára hefur til afnota er hækkuð í 30.000 kr á ári. Um leið verður einungis hægt að ráðstafa styrknum í gegnum greiðslukerfi Nora sem mjög mörg íþróttafélög hafa aðgang að. Forráðamenn þurfa sjálfir að úthluta styrknum. Hjá Gerplu er komin tenging inn á greiðslusíðuna en þegar styrknum er úthlutað þá er það gert með staðfestingu á island.is og því þurfa forráðamenn að vera með virkan aðgang þar til þess að geta nýtt sér frístundastyrkinn.

Hægt er að nýta allan styrkinn nú á vorönn, dreifa því á fleiri æfingatímabil og einnig skipta honum niður á nokkrar greinar og íþróttafélög. Yfirlit um stöðu og nýtingu styrksins verður hægt að sjá á mínum síðum hjá bænum.download

You may also like...