Glæsilegur árangur á heimsbikarmótinu í Varna Búlgaríu
Gerplukonurnar Lilja Katrín Gunnarsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir kepptu á heimbikarmóti sem var haldið í Varna, Búlgaríu dagana 8.-11. maí. Mótið eru liður í mótaröð World Challenge Cup á vegum Alþjóða fimleikasambandsins FIG. Thelma keppti á þrem áhöldum í Varna og Lilja Katrín á fjórum.
Á degi eitt í undanúrslitum er keppt á stökki og tvíslá og keppti Lilja Katrín á báðum áhöldum og Thelma keppti á tvíslá.


Lilja var að keppa á sínu fyrsta heimsbikarmóti og átti frábæran keppnisdag þar sem hún komst auðveldlega í úrslit á stökki og var svo hársbreidd frá úrslitum á tvíslá. Thelma sýndi einnig glæsilegar æfingar á tvíslánni en því miður voru smávægileg mistök sem settu strik í reikninginn og var hún þriðji varamður inn í úrslit á tvíslánni.
Á degi tvö var keppt á slá og gólfi. Bæði Lilja og Thelma áttu frábæran keppnisdag. Lilja varð í 12 sæti á slá og Thelma flaug inn í úrslit á slánni. Á gólfinu átti Thelma bestu einkunn mótsins á gólfinu og varð fyrsta inn í úrslitin. Lilja átti einnig frábærar æfingar á gólfinu og fór einnig inn í úrslit.
Úrslitadagur eitt, þá er keppt á stökki og tvíslá. Lilja Katrín mætt í úrslit og framkvæmdi frábært fyrsta stökk en því miður meiddist hún í lendingu á seinna stökkinu sínu og varð í 8. sæti. Á úrslita degi tvö var keppt á slá og tvíslá. Thelma mætti einbeitt til leiks og sýndi glæsilegar æfingar en tvö föll kostuðu sitt að þessu sinni og varð hún í 6. sæti á báðum áhöldum. Lilja Katrín dróg sig úr keppni á gólfi vegna meiðsla.
Stórglæsilegur árangur hjá þeim í Búlgaríu og erum við stolt af þeim.