fbpx

Gerplupiltar í miklu stuði á TM mótinu!

Fyrsta mót vetrarins TM mótið í áhaldafimleikum var haldið um helgina í fimleikasal Ármanns. Gerpla átti margar stelpur sem kepptu og stóðu sig glæsilega og voru gerplupiltar voru í stuði á mótinu!

martin_TM

Í ungmennaflokki  var Martin Bjarni Guðmundsson atkvæðamikill. Martin gerði sér lítið fyrir og sigraði í æfingum á gólfi, hringjum, stökki og svifrá. Hann varð svo annar á bogahesti og fjórði á tvíslá.

Fyrir gólfæfingarnar hlaut Martin einkunnina 13,00 sem er glæsilegur árangur, Martin fékk 9,7 á bogahestinum, 11,20 á hringjum, 13,25 á stökki sem er hans hæsta einkunn hingað til, 10,2 á tvíslá  og 11,25 á svifrá.  Glæsilegur árangur hjá Martin J

Í unglingaflokki sigraði Guðjón Bjarki Hildarson gólfæfingarnar. Hann hlaut einkunnina 12,95 sem er mjög glæsileg einkunn hjá Guðjóni og hans hæsta einkunn á gólfi hingað til.

Á bogahestinum var það Arnþór Daði Jónasson sem var hlutskarpastur, hann sýndi glæsilegar æfingar og sigraði með einkunnina 11.00.

Atli Þórður Jónsson varð fjórði á hestinum með flottar æfingar.

Í fullorðinsflokki varð Hrannar Jónsson hlutskarpastur í gólfæfingum. Hann hlaut einkunina 12,25 Hrannar varð svo annar í æfingum á bogahesti þrátt fyrir eitt fall, sem þykir mjög góður árangur. Fyrir æfingar sínar á hestinum hlaut hrannar einkunnina 11,150.

Í stúlknaflokki kepptu fyrir Gerplu hönd, Erika Eik Antonsdóttir, Lísa Rut Línberg Ingvaldsdóttir, Sunna Kristín Gísladóttir og Sunna Kristín Ríkarðsdóttir. Sunna Kristín Ríkarðsdóttir stóð sig virklega vel og sigraði á stökki og tvíslá, einnig endaði hún í 2 sæti á slá og í gólfæfingum. Sunna Kristín Gísladóttir lenti í 1 sæti á slá með einkunnina 10.950.

Í unglingaflokki kepptu þær Brina Kristín Kristjánsdóttir, Birta Björg Alexandersdóttir,  Eygló Fanndal Sturludóttir, Hildur María Jónasdóttir, Sandra Rós Davíðsdóttir, Sonja Margrét Ólafsdóttir, Sveinbjörg B Kristjánsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir og Tinna Sif Teitsdóttir. Thelma Aðalsteinsdóttir gerði glæsilega slá og sigraði með einkunnina 12,400.

Keppendur í fullorðinsflokki voru þær Norma Dögg Róbertsdóttir og Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir. Sigríður gerði virkilega flott stökk sem skilaði henni sigri. Einnig sigraði Sigríður slá með einkunnina 11,950 og aðeins á eftir henni var Norma Dögg í 2 sæti með einkunnina 11,900. Norma Dögg hafnaði í 2 sæti á gólfi með 12,967 og Sigríður í því 3 með einkunnina 11,900.

You may also like...