Garpamót grunn- og framhaldshópa & Gerplumót í 6. þrepi
Garpamót
Dagana 30.apríl og 1.maí fór fram Garpamót Gerplu, það er viðburður þar sem iðkendur okkar í grunn- og framhaldshópum koma fram og sýna æfingar sem þeir hafa verið að læra.
Þetta eru iðkendur sem eru 5-8 ára og eru að æfa sig að koma fram og keppa á fimleikamóti. Garpamótinu var skipt í 6 hluta þar sem 485 iðkendum var rúllað í gegn á þessum tveimur dögum. Krakkarnir stóðu sig ótrúlega vel og margir áhorfendur mættu í stúkuna og voru dugleg að klappa fyrir þessum ungu og flottu iðkendum sem eru að æfa hjá okkur í Gerplu. Eftir mótið fengu allir gull verðlaunapengin og viðkenningarskjal.
Gerplumót í 6. Þrepi
Á laugardaginn síðasta fór fram Innanfélagsmót Gerplu í 6. þrepi karla og kvenna. Keppt var í einum aldursflokk hjá strákunum og tveim hjá stúlkunum. Einnig voru gefin þáttökuverðlaun til þeirra sem ekki eru með aldur til keppni í fjölþraut.
Mótið var virkilega skemmtilegt og var mikil gleði meðal keppanda á mótinu. Gaman var að sjá framfarir vetrarins hjá keppendum.
Glæsilegur árangur og verður gaman að fylgjast með þessum flottu iðkendum í framtíðinni!








































