fbpx

Garpamót Gerplu – Vorönn 2024

Dagana 24. og 25. apríl fór fram Garpamót Gerplu, það er viðburður þar sem allir iðkendur okkar í grunn- og framhaldshópum koma fram og sýna æfingar sem þeir hafa verið að læra.

Þetta eru iðkendur sem eru 5-8 ára og eru að stíga sín fyrstu skref og eru að æfa sig að koma fram. Garpamótinu var skipt í 6 hluta þar sem 480 iðkendum var rúllað í gegn á þessum tveimur dögum. Krakkarnir stóðu sig ótrúlega vel og margir áhorfendur mættu í stúkuna og voru dugleg að klappa fyrir þessum ungu og flottu iðkendum sem eru að æfa hjá okkur í Gerplu. Eftir mótið fengu allir iðkendur gull verðlaunapening og viðurkenningarskjal.

Það var virklega gaman að sjá hvað þau voru glæsileg, vönduðu sig og létu ljós sitt skína, framtíðin er björt!

Áfram Gerpla!

You may also like...