fbpx

Bikarmót í frjálsum æfingum og þrepum

Um helgina fór fram bikarmót FSÍ í áhaldafimleikum í umsjón Ármanns. Gerpla sendi fjögur lið til leiks í frjálsum æfingum karla og kvenna, en 6 lið í þrepum. Gerplukeppendur mættu einbeittir til leiks og uppskáru heldur betur eftir þrotlausar æfingar síðustu mánuði.

Gerpla 1 í karlaflokki urðu bikarmeistarar með yfirburðum en Gerpla A varð í 2. sæti

Kvennalið Gerplu 1 sigraði kvennakeppnina með yfirburðum með glæsilegum æfingum sínum. Gerpla A endaði svo í 5. sæti.

Í 3. Þrepi átti Gerpla tvö lið í kvennakeppninni og tvö í karlakeppninni. Gerpla 1 sigraði karlakeppnina og varð Gerpla A í 2. sæti. Í kvennakeppninni sigraði Gerpla A og varð Bikarmeistari og lið Gerplu B varð í 7. Sæti.

Í Gerplu A voru það Hanna Ísabella Gísladóttir, Emilía Rós Elíasdóttir, Saga Ólafsdóttir, Arna Sóley Jósepsdóttir, Rakel Brynja Guðmundsdóttir og Jóhanna Bryndís Andradóttir.

Lið Gerplu B voru það Jóhanna Lea Baldursdóttir, Bylgja Ýr Þórarinsdóttir, Sandra Ósk Halldórsdóttir, Gunnlaug Eva Árnadóttir og Áróra Sif Rúnarsdóttir.

Lið Gerplu 1 karla voru það Ísak Þór Ívarsson, Bjarni Hafþór Jóhannsson, Pétur Hrafn Davíðsson, Ragnar Örn Ingimarsson og Tómas Andri Þorgeirsson

Lið Gerplu A karla voru það Kári Hjaltason, Vilhjálmur Árni Sigurðsson, Eysteinn Daði Hjaltason, Arnór snær Hauksson og Ásgeir Mildinberg Jóhannsson

Gerpla átti eitt lið í 2. Þrepi kvenna sem lenti í 5. Sæti. Liðið skipaði Rakel Ásta Egilsdóttir, Matthildur Brynja Unnarsdóttir, Katrín María Jónsdóttir, Elfa María Reynisdóttir og Margrét Dóra Ragnarsdóttir.

Gerpla átti eitt lið í 1. Þrepi karla og varð liðið í 2. Sæti. Liðið skipaði Botond Ferenc Kováts, Andri Fannar Hreggviðsson, Atli Elvarsson og Snorri Rafn William Davíðsson.

Því miður vegna veikinda og meiðsla áttum við ekki lið í 1. þrepi kvenna og 2. þrepi karla en við áttum glæsilega fulltrúa sem mættu til leiks sem gestir.

Daníel Theodór Glastonbury keppti í 2. þrepi á tvíslá og svifrá, Sólný Inga Hilmarsdóttir keppti í 1. Þrepi í fjölþraut og áttu bæði glæsilegt mót.

Við erum virkilega stolt af öllum okkar keppendum og þjálfurum, breiddin sem Gerpla hefur í frjálsum æfingum karla og kvenna er með einsdæmum, framtíðin er björt í Kópavoginum!

Áfram Gerpla!

You may also like...