fbpx

Bikarinn í karlaflokki aftur í Kópavoginn

Gerplustrákar endurheimtu bikarinn í gær þegar bikarmót í áhaldafimleikum fór fram í íþróttahúsi Bjarkanna. Gerpla tefldi fram tveimur liðum í karlaflokki og kepptu þeir við lið Bjarkanna en bikarmeistarar 2016, Ármenningar, sendu ekki lið til keppni að þessu sinni. Gerpludrengir gerðu sér lítið fyrir og nældu í efstu tvö sætin en Bjarkardrengir ráku lestina. Gaman að sjá hvað Gerplustrákarnir eru þéttur hópur og eru þeir allir sem einn flottir á vellinum og miklar fyrirmyndir yngri iðkenda í félaginu.  Það voru fleiri sigrar en liðssigrar í gær en bæði Eyþór Örn og Garðar Egill voru að keppa í fyrsta skipti í mjög langan tíma og áttu frábært mót.  Valgarð er að jafna sig eftir meiðsli og keppti eingöngu á þremur áhöldum á mótinu en hann er jafnt og þétt að koma til baka. Þjálfarar drengjanna voru að vonum kátir með titilinn og árangurinn á mótinu almennt og gefur þetta tóninn fyrir keppnistímabilið.

Lið 1 skipuðu: Arnþór Daði Jónasson, Eyþór Örn Baldursson, Garðar Egill Guðmundsson, Martin Bjarni Guðmundsson og Valgarð Reinhardsson

Lið 2 skipuðu: Atli Þórður Jónsson, Frosti Hlynsson, Guðjón Bjarki Hildarsson, Hafþór Hreiðar Birgisson og Leó Björnsson

 

 

You may also like...