Ása Inga ráðin framkvæmdastjóri Gerplu

asa

Ása Inga Þor­steins­dótt­ir hef­ur verið ráðin nýr fram­kvæmda­stjóri Íþróttafélagsins Gerplu.

Ása Inga er fædd árið 1982 og hef­ur verið starfsmanna- og þjónustustjóri Gerplu ásamt því að hafa verið deildarstjóri hjá félaginu til fjölda ára. Þá hefur Ása verið þjálfari hjá félaginu og þjálfaði m.a. Evrópu- og Norðurlandameistara í hópfimleikum.

Ása Inga lauk B.Ed. gráðu frá Kenn­ara­há­skóla Íslands árið 2007 og út­skrif­ast í júní með MBA-gráðu frá Há­skól­an­um í Reykja­vík.

Tæplega 30 manns sóttu um starfið en Capacent mat hæfni umsækjenda og aðstoðaði stjórn Gerplu við ráðning­ar­ferlið. Ása tek­ur við starf­inu af Auði Ingu Þorsteinsdóttur sem gegnt hef­ur því síðastliðin 9 ár. Ása og Auður eru systur eins og margir Gerplufélagar vita og óskar stjórn Gerplu Ásu velkomna til starfa um leið og Auði er þakkað fyrir hennar störf.

 

Comments are closed.