fbpx

Allt íþróttastarf í páskafrí

Kæru félagar,

Ljóst er eftir upplýsingafund ríkisstjórnarinnar í dag að æfingar munu falla niður frá og með morgundeginum 25.mars. Á fundinum kom fram að allt íþróttastarf barna-, unglinga og fullorðinna sé óheimilt og gildir þessi reglugerð í þrjár vikur. 
Vegna þessa erum við hér með komin í páskafrí og munu þjálfarar vera í sambandi í gegnum sportabler varðandi framhaldið eftir páska eða þann 6.apríl. 

Þetta eru þung skref að taka en við trúum því og treystum að með því að standa saman núna fram yfir páska muni þessi bylgja ganga hratt yfir. Við þurfum öll að taka þátt. Allir að vera duglegir að þvo hendur og spritta. 

Óskum ykkur gleðilegra páska í faðmi fjölskyldu og hvetjum ykkur jafnframt til að eiga góðar samverustundir úti í náttúrunni og svala hreyfiþörfinni í leiðinni. 


Kveðja góð 
Starfsfólk Íþróttafélagsins Gerplu 

You may also like...