fbpx

Allt íþróttastarf hefur verið lagt af á höfuðborgarsvæðinu til 19.október

Ágætu félagar og forráðamenn,

Samkvæmt tilmælum frá sóttvarnarlækni og almannavörnum, hefur verið ákveðið að leggja allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu niður til 19.október nk.
Þetta á við um alla aldurshópa og tekur gildi strax, þannig verða engar æfingar í dag fimmtudaginn 8.október.

Þjálfarar einstakra flokka verða í sambandi við sína iðkendur varðandi heimaæfingar.
Við hvetjum alla til þess að fara eftir tilmælum yfirvalda og huga vel að bæði andlegri og líkamlegri heilsu.
Saman munum við sigrast á þessari bylgju eins og þeirri fyrstu.

Tilmælin í heild má finna í skjalinu hér fyrir neðan.

ÁFRAM GERPLA

You may also like...