fbpx

Strákarnir tóku alla 12 titlana á einstökum áhöldum og Agnes sigraði stökk

Úrslit á áhöldum fóru fram í Laugardalshöllinni í gær 8.apríl. Í karlaflokki sigraði Valgarð gólfi, hringi, tvíslá og svifrá. Eyþór Örn sigraði stökkið og Arnþór Daði Jónasson sigraði bogahestinn. Eyþór Örn kom mjög vel undirbúinn til leiks og veitti Valla harða keppni. Hann fékk 5 silfur og eitt brons í úrslitunum í gær. Guðjón Bjarki tók silfur á stökki, Arnór Már tók brons á gólfi og Atli Þórður tók brons á hringjum. Í unglingaflokki sigraði Martin Bjarni gólf, tvíslá, svifrá og stökk en hinn ungi og efnilegi Dagur Kári Ólafsson sigraði bogahestinn annað árið í röð og fékk brons fyrir æfingar á svifrá. Hringina sigraði svo Ágúst Ingi Davíðsson sem er einnig ungur og efnilegur Gerplumaður en hann varð fékk einnig brons á stökki og tvíslá. Valdimar varð í 3.sæti á gólfi og Hrafnkell Orri Axelsson náði í silfur á bogahesti með frábærum æfingum.  Í kvennaflokki nældi Agnes Suto Tuuha sér í Íslandsmeistaratitl á stökki og Tinna Sif Teitsdóttir varð í 3.sæti. Agnes náði einnig bronsi fyrir æfingar á tvíslá. Í unglingaflokki kvenna nældu Hera Lind og Hildur Maja í sitthvort silfrið. Hera Lind fyrir æfingar á slá en Hildur Maja fyrir stökk. Alls tóku strákarnir 28 verðlaun á einstökum áhöldum samanlagt í karla- og unglingaflokki.
Mjög góð uppskera hjá Gerplufólki sem halda nú áfram æfingum næsta mót er GK mótið í byrjun maí sem er mót í frjálsum æfingum.
Um næstu helgi fer svo fram Íslandsmótið í þrepum en Gerpla á þónokkuð marga þátttakendur á því móti.

Íþróttafélagið Gerpla vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem gerðu mótið í höllinni að veruleika. Fjöldi sjálfboðaliða, foreldra og þjálfara aðstoðaði við áhaldaflutninga á föstudaginn og sunnudaginn en án þeirra hefði þetta ekki verið framkvæmanlegt. Fimleikasambandið fær hrós fyrir flotta umgjörð en iðkendur eru einstaklega heppnir að fá að keppa í höllinni við jafn glæsilegar aðstæður og raun bar vitni.

Verðlaunahöfum sem og öðrum keppendum Gerplu og öllum þjálfurum óskum við innilega til hamingju með árangurinn og dómurum þökkum við fyrir vel unnin störf.

Bogahestur unglingaflokkur                                                      Stökk unglingaflokkur

            

Bogahestur karlaflokkkur                                                                 Stökk kvennaflokkur

Stökk unglingaflokkur                                                                     Gólf unglingaflokkur

  

Hringir karlaflokkur                                                                           Tvíslá kvennaflokkur

     

Gólf karlaflokkur                                                                                  Hringir unglingaflokkur

Tvíslá karlaflokkur                                                                              Tvíslá unglingaflokkur

Svifrá unglingaflokkur                                                                         Slá unglingaflokkur

 

   

Svifrá karlaflokkur                                                                                  Stökk karlaflokkur

 

 

 

You may also like...