Mótaröð 1

Sterk byrjun hjá Gerplu á fyrsta móti vetrarins. Mótaröð 1 í hópfimleikum var haldið í íþróttahúsinu við Vatnsendaskóla föstudaginn 21. nóvember síðastliðinn. Þar kepptu ellefu lið frá sex félögum en heimild til þátttöku hafa einungis lið í 1. flokki og meistaraflokki.

Meistaraflokkur Gerplu kom sá og sigraði mótið en sterkt lið Selfoss kom fast á hæla í öðru sæti. 1. flokkur Gerplu endaði í 5. sæti og mixlið Gerplu í því áttunda en á mótaröð er keppt í einum flokki áháð kynjum. Á mótaröð keppa liðin í mjúka lendingu og gera þá jafnan aðeins erfiðari stökk en í harða lendingu.

Mótið er gott upphaf á tímabilinu en næsta mótaraðarmót verður haldið á skaganum um mánaðarmótin febrúar/mars á næsta ári.

You may also like...