fbpx

Minervumót 2023

Mínervumót Björk var haldið um liðna helgi. Mótið er boðsmót þar sem keppt var í 5.-3. þrep Fimleikastigans, mótið er síðasta mót vetrarins hjá iðkendum okkar í áhaldafimleikum kvenna. Gerpla átti 31 stúlkur á mótinu í öllum þrepum. Stóðu keppendur sig virkilega vel og erum við mjög stolt af þeim öllum.

Á föstudeginum var keppt í Landsreglum, 3. þrepi FSÍ og svo 3. þrepi þær sem hafa ekki keppt áður á mótum FSÍ. Veitt voru verðlaun fyrir einstök áhöld og fjölþraut.

3. þrep ekki FSÍ
Ísabella Benonýsdóttir sigraði fjölþraut, stökk og gólf, 2. Sæti á slá og tvíslá.
Ingibjörg Lea Plédel Eymarsdóttir sigraði æfingar á slá
Berglind Sara Erlingsdóttir varð í 2. Sæti á slá og 3. Sæti á tvíslá.
Ásdís Elva Björnsdóttir, Eyja Kristín Þráinsdóttir, Karen Van de Putte, Klara Hlín Þórsdóttir, Sigrún Jónasdóttir og Luna de Jesus Charrua Torres áttu einnig flott mót um helgina, sýndu miklar framfarir á milli móta.

Landsreglur
Áróra Sif Rúnarsdóttir, sigraði fjölþraut og æfingar á tvíslá. Varð í 2. sæti á gólfi og 3. sæti á stökki.
Berglind Helga Hauksdóttir sigraði æfingar á stökki varð í 2. sæti á slá og 3. sæti á gólfi og fjölþraut.
Gunnlaug Eva Árnadóttir sigraði æfingar á stökki og gólfi. Varð í 2. sæti á tvíslá og í fjölþraut.
Auðbjörg Edda Guðjónsdóttir sigraði æfingar á slá.

3. þrep FSÍ
Við áttum einn keppanda í 3. þrepi FSÍ og var það Bylgja Ýr Þórarinsdóttir, hún átti flott mót um helgina og er í mikilli framför.

Á laugardeginum var keppt í 4. þrepi FSÍ og 5. þrepi FSÍ og var sá hluti löglegur FSÍ keppnishluti þar sem keppendur gátu náð þrepi.

5. þrep FSÍ
5. þrepið okkar varð í 3. sæti í liðakeppni. Liðið skipaði Apríl Lilja Aronsdóttir, Birta Marín Ingólfsdóttir, Sunna Blöndhal Gunnarsdóttir, Tinna Soffía Brynólfsdóttir og Victoria Nazarova.

4. þrep FSÍ
Anna María Tryggvadóttir sigraði fjölþraut, varð í 2. Sæti á tvíslá, slá og gólfi.
Tanja Mist Þorgeirsdóttir sigraði æfingar á tvíslá og slá, varð í 2. Sæti í fjölþraut.
Heiða Þorvarsdóttir, Rakel Fjóla Friðriksdóttir og Karen Antonía Heiðarsdóttir áttu glæsilegt mót um helgina.

Eftirfarandi stúlkur náðu þrepinu sínu:
Anna María Tryggvadóttir (4. þrep)
Tanja Mist Þorgeirsdóttir (4. þrep)
Tinna Soffía Brynjólfsdóttir (5. þrep)
Victoria Nazarova (5. þrep)

Á sunnudeginum var keppt í 4. þrepi létt og 5.þrepi létt, þar var keppt í liðakeppni í 5. þrepi létt en í fjölþraut og á einstökum áhöldum í 4. þrepi létt

5. þrep létt
Ragnheiður Embla Gestsdóttir, Aníta Máney Traustadóttir, Elfur Agnes Pétursdóttir og Emma Rakel Alfreðsdóttir skipuðu lið Gerplu og voru þær glæsilegar á mótinu.

4. þrep létt
Valgerður Svana Halldórsdóttir sigraði æfingar á tvíslá og Arpita Gurung fékk bronsverðlaun fyrir æfingar sínar á slá.

Glæsilegur endir á flottu keppnistímabili. Til hamingju öll! Áfram Gerpla!

You may also like...