Jorge, nýr parkour þjálfari
Nýji þjálfarinn við teymi parkour í Gerplu er hann Jorge Eduardo frá Costa Rica. Hann er með BS gráðu í íþróttafræðum, hefur staðist alþjóðlegt parkour þjálfaranámskeið frá 2021 og er með dómararéttindi. Jorge hefur einnig þjálfað landslið Costa Rica.
Hann er frábær viðbót inn í teymi Gerplu og erum ánægð með að fá hann til okkar. Ef þú hefur áhuga á að koma í prufutíma í parkour hafðu samband við rosa@gerpla.is




