fbpx

Jólamót Gerplu – Skipulag og upplýsingar

Um komandi helgi 27. – 29. nóvember verður haldið Jólamót Gerplu. Mótið er viðburður fyrir yngstu iðkendur félagsins, þar gefst þeim kostur á að sýna foreldrum og fjölskyldu hvaða æfingar þau hafa verið að æfa nú á haustönn.

Mótið hefst föstudaginn 27. nóvember, hluti 1 þar sem keppt verður í 6. þrepi íslenska fimleikastigans. Keppendur eru í Famhaldshópum 3x í viku (Framhaldshópar 10-11-12 kvk / Framhaldshópar 4-5 kk) ásamt 4 hópum úr keppnisdeildinni okkar (6. þrep 1-2-3-4 kvk). Mæting 15:30

Skipulag hluti 1 kvk er hægt að finna hér neðar í póstinum merkt Jólamót Gerplu skipulag 6. þrep kvk / Jólamót Gerplu skipulag F 3x kvk

Laugardagur 28. nóvember, Hluti 2 þar sem keppt verður í 9. þrepi sem er sérhannað þrep fyrir yngstu iðkendur Gerplu. Keppendur eru í Grunnhópum 1x í viku (Grunnhópar 1-2-3-5 kvk / Grunnhópar 2-3-4-5 kk) Mæting 9:15

Laugardagur 28. nóvember, Hluti 3 þar sem keppt verður í 9. þrepi sem er sérhannað þrep fyrir yngstu iðkendur Gerplu. Keppendur eru í Grunnhópum 1x í viku (Grunnhópar 6-7-8-9 kvk / Grunnhópar 1-6-7 kk) Mæting: 11:45

Skipulag hluti 2 og 3 kvk er hægt að finna hér neðar í póstinum merkt Jólamót Gerplu skipulag G 1x kvk

Laugardagur 28. nóvember Hluti 4 þar sem keppt verður í 8. þrepi sem er fyrsta þrep íslenska fimleikastigans. Keppendur eru í Grunnhópum 2x í viku (Grunnhópar 11-12-13-14 kvk / Grunnhópar 8-9 kk) Mæting: 14:15

Laugardagur 28. nóvember Hluti 5 þar sem keppt verður í 8. þrepi sem er fyrsta þrep íslenska fimleikastigans. Keppendur eru í Grunnhópum 2x í viku (Grunnhópar 15-16-17-18-19 kvk / Grunnhópar 10-11-12 kk). Mæting: 16:45

Skipulag hluti 4 og 5 kvk er hægt að finna hér neðar í póstinum merkt Jólamót Gerplu skipulag G 2x kvk

Sunnudagurinn 29. nóvember Hluti 6 þar sem keppt verður í 7. þrepi sem er annað þrep íslenska fimleikastigans. Keppendur eru í Framhaldshópum 2x í viku (Framhaldshópar 1-2-3 / Framhaldshópur 1 kk) Mæting 13:15

Sunnudagurinn 29. nóvember Hluti 7 þar sem keppt verður í 7. þrepi sem er annað þrep íslenska fimleikastigans. Keppendur eru í Framhaldshópum 2x í viku (Framhaldshópar 4-5-7 og Grunn/framhaldshópur 21 / Framhaldshópar 2-3 kk) Mæting: 15:45

Skipulag fyrir hluta 6 og 7 er að finna hér fyrir neðan merkt Jólamót Gerplu skipulag F 2x kvk / Jólamót Gerplu skipulag G FRH

Skipulag kvk hér fyrir neðan með nafnalistum og hópaskiptingum.

Jólamót Gerplu skipulag F 2x kvk

Jólamót Gerplu skipulag F 3x kvk

Jólamót Gerplu skipulag G 1x kvk

Jólamót Gerplu skipulag 6. þrep kvk

Jólamót Gerplu skipulag G 2x kvk

Jólamót Gerplu skipulag G FRH

Jólamót Gerplu hluti 1&2 kk

Jólamót Gerplu Hluti 3 kk

Jólamót Gerplu Hluti 4 kk

Jólamót Gerplu Hluti 5 kk

Jólamót Gerplu Hluti 6 kk

Jólamót Gerplu Hluti 7 kk

Jólamót Gerplu Hluti 8 kk

Hlökkum til að sjá alla í Gerplu um helgina og eiga notarlega stund saman að horfa á alla frábæru iðkendurna sem við eigum.

Viljum einnig minna foreldra á að yfirfara allar upplýsingar í Nóra kerfinu því með réttum upplýsingum verða öll samskipti mun betri og auðveldari. Þið getið farið inn á gerpla.felog.is og skráð ykkur inn og breytt netföngum og símanúmerum. Það þarf að uppfæra á hvern iðkanda og einnig forráðamanns, farið er í mín skráning til að breyta upplýsingum forráðamanns og mínir iðkendur til að breyta hjá iðkandanum og ef um fleiri en eitt barn þá þarf að ýta á hvert barn fyrir sig.

You may also like...