Glæsilegur árangur á heimsbikarmóti

Dagana 18.-21. júní fór fram heimsbikarmót í Tashkent í Uzbekistan. Hildur Maja Guðmundsdóttir fór þanngað ásamt Þorgeiri Ívarsyni landsliðsþjálfara.

Hildur Maja keppti á öllum áhöldum í undanúrslitum, á fyrri undanúrslitadeginum var keppni á stökki og tvíslá. Hildur framkvæmdir tvö stökk og var fyrsti varamaður inn í úrslit á stökki. Hildur gerðir fína tvísláar æfingu og fékk 11,9 í einkunn og sæti í úrslitum. Á seinni undanúrslitadeginum keppti Hildur Maja á slá og gólfi. Hún framkvæmdi glæsilega sláaræfingu án stórra mistaka og fékk 11,9 í einkunn og endaði í 11. sæti. Gólfið stóð heldur betur upp úr og gekk virklega vel og flaug Hildur Maja inn í úrslit á gólfi.

Á fyrri úrslitadegi keppti Hildur Maja á tvíslá og náði að hækka sig um 0,150 stig og hafnaði í 8. sæti. Á seinni úrslitadeginum mætti Hildur Maja einbeitt og með augun á verðlaunasæti. Hún framkvæmdi glæsilegar gólfæfingar og fékk 12,25 sem skiluðu henni silfur verðlaunum.

Frábær árangur hjá Hildi Maju og er hún fyrst íslenskra kvenna til þess að vinna til verðlauna á Heimsbikarmóti og skrifar sig þar í sögubækurnar.

Innilega til hamingju með þennan flotta árangur við í Gerplu erum ótrúlega stolt.

Myndir: Fimleikasamband Íslands – https://fimleikasambandislands.smugmug.com/2025/WCC-Tashkent

You may also like...