GK mót 2025

Sunnudaginn 16. nóvember fór fram glænýtt boðsmót hjá okkur í Gerplu, GK mót í 4.-5. þrepi. Keppendur komu frá þrem félögum, Ármanni, Björk og Gerplu, keppendur voru 130 talsins og margir að stíga sín fyrstu spor í keppni.

Virkilega skemmtilegt mót og mikil gleði hjá öllum þeim sem kepptu á mótinu.

Við viljum þakka styrktaraðilum okkar kærlega fyrir stuðninginn. Allir keppendur fóru heim með veglegan poka frá GK Ísland og skyrdrykkk frá Hreppamjólk ásamt voru gefnir vinningar í happadrætti frá GK Ísland.

Hlökkum til að fylgjast með þessum upprennandi stjörnum framtíðarinnar í íslenskum fimleikum.

Takk fyrir komuna, sjáumst á næsta ári!

You may also like...