fbpx

Frábær árangur Gerplufólks um helgina

Haustmót í áhaldafimleikum 1.-3. þrep og frjálsar æfingar fór fram í húsakynnum Gerplu um helgina. Árangur Gerplufólks var mjög góður og má segja að það stefni í skemmtilegan og spennandi vetur í áhaldafimleikunum. Alls unnust 29 gullverðlaun, 27 silfurverðlaun og 23 bronsverðlaun í samtals 13 flokkum. Þjálfarar og iðkendur voru að vonum ánægð með helgina. Framkvæmd mótsins gekk vel og vill íþróttafélagið Gerpla þakka öllum þeim sem gáfu sér tíma til að aðstoða við mótið kærlega fyrir.

You may also like...