fbpx

Deildir

Almenn deild

Yngsta deild Gerplu þar sem iðkendur hefja sína fimleikaæfingar. Iðkendur læra almennar hreyfingar og fimleikaæfingar. Einnig er þeim kennt að standa í röð og hlusta á þjálfarann ásamt mörgum agareglum og reglum í fimleikasalnum.

Fimleikadeild

Grunn –og framhaldshópar Gerplu er upphaf fimleikaiðkunar hjá félaginu. Hér byrjum við að telja hversu lengi börnin hafa æft fimleika. Í grunn –og framhaldshópum félagsins fer fram hin eiginlega innleiðing á grunnæfingum fimleika, þó svo að iðkandi verði aldrei fullnuma á þær æfingar, alltaf er hægt að betrumbæta æfingarnar.

Áhaldafimleikadeild karla

Karlarnir hafa 6 áhöld: Gólf, Bogahest, Hringi, Stökk, Tvíslá og Svifrá

Áhaldafimleikadeild kvenna

Konurnar hafa 4 áhöld: Slá, Stökk, Tvíslá og Gólf.

Hópfimleikadeild

Í hópfimleikum er keppt í þremur flokkum: Karla, kvenna og blönduðum(mix flokk). Þar er keppt á Dýnu, Gólfi og Trampolíni.