Almenn deild

FIMLEIKAR FYRIR ALLA (FFA)PARKOURFIMLEIKAR FYRIR FATLAÐAKRÍLAFIMLEIKARBANGSAFIMLEIKARGGGFATNAÐURÆFINGAGJÖLD

Fimleikar fyrir alla (FFA)

Ef áhugasvið iðkanda liggur ekki í keppni í fimleikum heldur meira í heilsurækt og sýningum hentar FFA honum.

Einnig er þessi hópur tilvalinn fyrir þá sem byrja seint að æfa fimleika til að kynnast íþróttinni og hafa gaman.

Markmið hópsins er að efla grunnþjálfun í fimleikum, bæta svo við sig erfiðleika og flóknari æfingum.

Parkour

Parkour er þar sem iðkandi lærir að ferðast hratt á milli staða og nýtir hindranir á vegi sínum með fimleikaæfingum, stökkum og klifri til að komast frá a til b.

Parkour inn í fimleikasal undirbýr iðkendur og kennir þeim í öruggu umhverfi þau trix sem þarf til að geta stundað íþróttina utandyra með mjúkum dýnum og púðum.

Parkour er afleiðing fimleika, þar sem menn hafa tekið heljarstökkin og kollhnísana út úr fimleikasalnum og framkvæma loftlistir á milli ýmissa staða, svo sem af byggingum eða úti á grasi.

Parkour 2018-2019

Boðið er upp á þjálfun fyrir iðkendur fædda 2010 og eldri fyrir bæði stráka og stelpur. Parkourhópar æfa ýmist í íþróttahúsi Vatsendaskóla eða íþróttahúsinu Versölum. Nú verður boðið upp á fleiri hópa og verða hóparnir minni en hafa verið. Ef hóparnir fyllast þarf að skrá iðkandann á biðlista.

 

Parkour VA 2010-2011                             2x1klst á viku

Parkour VA 2008-2009                             2×1.5klst á viku

Parkour VA 2006-2007                             2×1.5klst á viku

Parkour 2004-2005                                  3×1.5klst á viku

Parkour 2002 og eldri   Fullorðinsparkour                   3×1.5klst á viku

 

Fimleikar fyrir fatlaða

Gerpla hefur verið leiðandi í starfi fyrir fatlaða í áraraðir.

Hjá Gerplu erum við með tvo hópa sem sérhæfa sig í þjálfun fatlaðra.

Grunnhópur þar sem allir byrja og fá æfingar við hæfi hjá þjálfurum félagsins og svo framhaldshóp sem eru allt iðkendur sem eru komin langt í sinni íþrótt og hafa margir af þeim tekið þátt á erlendum mótum eins og Special Olympics og Evrópuleikum Special Olympics.

Krílafimleikar

Gerpla hefur boðið upp á þjálfun fyrir börn 3. -4. ára í nokkuð mörg ár við góðan orðstír.

Krílafimleikar eru fimleikamiðaður íþróttaskóli þar sem börnin mæta með foreldrum sínum til æfinga og foreldrar aðstoða börnin að fara í gegnum upphitun og síðan þrautabrautir um salinn sem hafa verið sérstaklega settar upp fyrir þau. Börnunum er skipt upp í hópa eftir fjölda þegar upphitun lýkur og farið á 2-3 stöðvar. Byrjað er að innleiða í krílatímunum nokkrar léttari grunnæfingar fimleika sem mun auðvelda þeim færsluna upp í grunnhóp þegar þau fara á síðasta árið sitt í leikskóla.

Margrét Jónsdóttir er yfirþjálfari krílafimleika í Gerplu.

 

Krílahópar 1x í viku (börn fædd 2015 og 2016)

Boðið er upp á þjálfun fyrir 3-4 ára börn í krílahópum. Æft verður á sunnudögum í íþróttahúsinu Versölum og er um tvo mismunandi æfingatíma að ræða fyrir hvert aldursár. Í hverjum hópi eru ákveðin mörg pláss og ef hóparnir fyllast þarf að skrá barnið á biðlista. Foreldrar velja sjálfir æfingatímann fyrir barnið sitt en eftirfarandi æfingatímar eru í boði:

Kríli 1 (2015)  sunnudagar 9:00-10:00

Kríli 2 (2016)  sunnudagar 10:00-11:00

Kríli 3 (2015)  sunnudagar 11:00-12:00

Kríli 4 (2015) sunnudagar 12:00-13:00

 

 

Bangsafimleikar fyrir 2 ára

Bangsafimleikar eru nýjung hjá Gerplu en boðið er uppá hreyfistund fyrir 1,5-2,5 árs börn.

Bangsafimleikar er íþróttaskóli ungbarna þar sem börnin mæta með foreldrum sínum til æfinga og foreldrar aðstoða börnin að fara í gegnum einfalda upphitun og síðan þrautabrautir um salinn sem hafa sérstaklega verið settar upp fyrir þau. Foreldrarnir eru með börnum sínum allan tímann í salnum og aðstoða þau.  Lögð er áhersla á leik, hreyfiþjálfun, jákvæða upplifun barnanna og rólega samverustund með foreldrum.  Börnin læra að upplifa umhverfið í salnum, á líkamann sinn og fá útrás fyrir hreyfiþörfina.

Í þessum tímum aðstoða foreldrar börnin sín í gegnum æfingar undir leiðsögn þjálfara. Ekki er gert ráð fyrir systkinum í tímum.

Þjálfari í bangsafimleikum er Gylfi Guðmundsson íþróttakennari.

Bangsahópar 1x í viku (börn fædd 2017-2018)

Bangsar 1 (2017-2018)  sunnudagar 9:15-10:00

Bangsar 2 (2017-2018) sunnudagar 10:15-11:00

Bangsar 3 (2017-2018) sunnudagar 11:15-12:00

GGG

Gamalt Gott Gerplufólk var upphaflega stofnað til að gefa eldri iðkendum sem hafa látið fimleikana vera í einhvern tíma möguleika á að koma í fimleikasalinn og ná fyrri styrk. Nú eru fullorðinsfimleikar hinsvegar búnir að slá í gegn og eftirspurnin í að komast á æfingu er mikil. GGG er fyrir alla sama hvort viðkomandi hefur lagt stund á fimleika áður eður ei.

Almennur íþróttaklæðnaður, stuttbuxur og stuttermabolur sem passa. Fimleikabolur og teygja í hárið.

Æfingagjöld fyrir haustönn (26.ágúst -22.desember 2019)

Til þess að plássið sem úthlutað hefur verið sé tryggt þá þarf að ganga frá greiðslu við skráningu. Ganga þarf frá greiðslu æfingagjalda á greiðslusíðu Gerplu. Ef iðkandi hefur ekki áhuga á að halda plássinu sínu þarf að senda formlega uppsögn á hildur.g@gerpla.is og er það á ábyrgð forráðamanna. Uppsögnin tekur gildi frá næstu mánaðarmótum frá því að hún er móttekin. Ef ekki er gengið frá æfingagjöldum fyrir tilsetta dagsetningu hér að ofan áskilur Gerpla sér rétt til að setja æfingagjöldin á einn greiðsluseðil og bætast þá við seðilgjald og/eða  annar umsýslukostnaður ef bakfæra þarf reikninginn.

Inni á greiðslusíðu Gerplu er hægt er að greiða með greiðslukorti eða með greiðsluseðlum. Hægt er að skipta niður í allt að fimm greiðslur. Á greiðsluseðlum bætast við greiðslu og umsýslugjöld en engin gjöld eru innheimt vegna greiðslukorta. Verðskrá er að finna hér í tengli að ofan.

Frístundastyrkir

Hægt er að nýta frístundastyrk sveitarfélaganna til lækkunar á æfingagjöldum.

Leiðbeiningar varðandi Kópavogsbæ er að finna hér.

Leiðbeiningar varðandi Reykjavík er að finna hér. Við minnum forráðamenn á að það þarf að kalla fram frístundastyrkinn í greiðslukerfinu hjá Gerplu eftir að honum hefur verið úthlutað.

Varðandi upplýsingar um fyrirkomulag hjá öðrum sveitarfélögum þá er hægt að hafa samband við afgreiðslu Gerplu.

Afsláttur

Systkinaafsláttur er 10% á hvert barn sem æfir hjá félaginu. Það reiknast 10% afsláttur á hvert barn en þegar börnin eru skráð kemur enginn afsláttur á fyrsta barn en þegar barn númer tvö er skráð í kerfið reiknast 10% á fyrra barnið sem var skráð og 10% á seinna barnið sem var skráð. Ef skrá á fleiri börn reiknast þá afslátturinn beint á það barn.