fbpx

Agi og Thelma farnar á Evrópumótið í áhaldafimleikum!

Evrópumótið í áhaldafimleikum er haldið í Glasgow dagana 2. -12.ágúst. Kvennakeppnin fer fram 2.-6. ágúst og eigum við í Gerplu tvo flotta fulltrúa þar, þær Agnesi Suto Tuuha og Thelmu Aðalsteinsdóttur. Þær keppa bæði í liðakeppni og einstaklingskeppni en með þeim í liði eru þær Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir og Lilja Björk Ólafsdóttir allar úr Björk.
Þær eru búnar að æfa stíft í allt sumar og eru tilbúnar að sína æfingar sínar í SSHydro sem er glæsileg höll í Glasgow en Heimsmeistaramótið fór einmitt fram í þeirri höll fyrir þremur árum. Strákarnir halda svo utan eftir viku en fulltrúar Gerplu verða þeir Valgarð Reinhardsson og Eyþór Örn Baldursson í fullorðinsflokki en þeir Ágúst Ingi Davíðsson, Dagur Kári Ólafsson og Martin Bjarni Guðmundsson keppa í unglingaflokki.

Við munum fylgjast spennt með íslensku keppendunum og sendum góða strauma. Áfram Ísland!

 

Thelma og Agi

You may also like...