Aðventumót Ármanns – HÓP
Aðventumót Ármanns í hópfimleikum fór fram föstudaginn 6. desember og skapaði frábæra stemningu í Laugardalnum. Mótið er orðinn fastur liður hjá yngri hópunum á þessum árstíma og alltaf jafn kærkomið tækifæri fyrir iðkendur til að sýna það sem þeir hafa æft.
Gerpla sendi flottan hóp keppenda í bæði 6. og 5. flokki, hjá stúlkum og piltum, og stóðu liðin sig ótrúlega vel.
Við erum afar stolt af öllum iðkendunum okkar sem sýndu flottar og vel útfærðar æfingar.
Fyrir marga var þetta fyrsta keppnisreynslan í hópfimleikum og nutu þeir mótsins til fulls – og ekki síst spenningurinn fyrir fleiri mótum í vetur.
Við viljum þakka Ármanni fyrir vel heppnað og skemmtilegt mót og óskum bæði keppendum og þjálfurum innilega til hamingju með glæsilega frammistöðu.

